Jón Orri missir af lokaumferðunum | Annað glerbrot dregið úr hæl Tómasar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 06:00 Tómas verst Finni Atla Magnússyni, leikmanni KR, í bikarúrslitaleiknum. vísir/þórdís Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Miðherjinn Jón Orri Kristjánsson verður ekki Stjörnunni í síðustu tveimur umferðunum í Domino‘s deildinni. Jón lék ekki með Garðbæingum þegar þeir töpuðu fyrir KR í Ásgarði í fyrradag, 100-103, en miðherjinn glímir við ökklameiðsli. „Það eru svo margir leikir núna á stuttum tíma og hann gekk ansi nærri sér í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við gerðum kannski ákveðin mistök að reyna hann á móti Þór. Hann er bara með það slæma ökkla að hann þarf tíma til að jafna sig. Planið er að hann verði klár í úrslitakeppninni,“ sagði Hrafn ennfremur en framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Njarðvík á útivelli og ÍR á heimavelli. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur minna en Haukar og Njarðvík sem sitja í 3. og 4. sæti. Jón Orri er þó ekki eini stóri leikmaðurinn í liði Stjörnunnar sem hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum. Í síðustu viku birtist viðtal við Tómas Þórð Hilmarsson, framherja Stjörnunnar, á Vísi þar sem hann sagðist hafa spilað með nokkur glerbrot föst í hælnum í deildarleik gegn Fjölni og í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Tómas harkaði af sér en eftir bikarúrslitaleikinn voru þau glerbrot sem enn voru í hælnum fjarlægð. Eða svo virtist vera. „Það er nú saga að segja frá honum,“ sagði Hrafn við Fréttablaðið í gær. „Það var dregið annað eins brot úr hælnum á honum núna áðan. Ég skil nú ekki hvernig þeir tóku ekki eftir því í fyrra skiptið,“ sagði Hrafn en Tómas spilaði í rúmar 16 mínútur gegn KR í fyrradag, skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst. „Svo fór hann í morgun (í gær) og bæklunarlæknir fór með töng þarna inn og náði í annað glerbrot úr hælnum á honum. „Blessunarlega þurfi ekki að opna hann mikið. Þetta er leiðindasvæði, það er lítið blóðflæði þarna og þess vegna grær þetta ekkert rosalega hratt,“ sagði Hrafn sem bindur vonir við að Tómas geti spilað með gegn Njarðvík á mánudaginn. „Hann verður kannski eitthvað aumur en við sjáum allavega fyrir endann á þessu núna,“ sagði Hrafn um lærisvein sinn sem hefur skorað 3,8 stig og tekið 4,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli