Þorsteinn Hjaltested ekki eini réttmæti erfingi Vatnsendajarðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2015 16:41 Hæstiréttur felldi úr gildi dóm héraðsdóms vegna Vatnsenda í Kópavogi. Vísir/Valli Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltested sé réttmætur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Héraðsdómur hafði áður staðfest skipti á búi Sigurðar Hjaltested sem kváðu á um að Þorsteinn væri eini réttmæti erfingi jarðarinnar. Skiptastjóri taldi sig ekki geta farið gegn erfðaskrá sem gerð var árið 1938 og kvað meðal annars á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg, ekki mætti selja hana og þar þyrfti ávallt að halda bú. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn erfingi jarðarinnar en Hæstiréttur metur það sem svo að ómögulegt sé að framkvæma erfðaskrána. Því beri að ráðstafa beinum eignarréttindum jarðarinnar til lögerfingja Sigurðar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þorsteinn er í raun einn þeirra, auk fjórtán annarra. Milljarðar eru í húfi en Þorsteinn Hjaltested hefur fengið gríðarlega háar bætur greiddar frá Kópavogsbæ vegna þess að bærinn hefur tekið hluta jarðarinnar eignarnámi undir byggingarland. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór því svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966. Þá fór sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar þurfti að flytja af jörðinni. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltested sé réttmætur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Héraðsdómur hafði áður staðfest skipti á búi Sigurðar Hjaltested sem kváðu á um að Þorsteinn væri eini réttmæti erfingi jarðarinnar. Skiptastjóri taldi sig ekki geta farið gegn erfðaskrá sem gerð var árið 1938 og kvað meðal annars á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg, ekki mætti selja hana og þar þyrfti ávallt að halda bú. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn erfingi jarðarinnar en Hæstiréttur metur það sem svo að ómögulegt sé að framkvæma erfðaskrána. Því beri að ráðstafa beinum eignarréttindum jarðarinnar til lögerfingja Sigurðar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þorsteinn er í raun einn þeirra, auk fjórtán annarra. Milljarðar eru í húfi en Þorsteinn Hjaltested hefur fengið gríðarlega háar bætur greiddar frá Kópavogsbæ vegna þess að bærinn hefur tekið hluta jarðarinnar eignarnámi undir byggingarland. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór því svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966. Þá fór sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar þurfti að flytja af jörðinni. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent