Þorsteinn Hjaltested ekki eini réttmæti erfingi Vatnsendajarðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2015 16:41 Hæstiréttur felldi úr gildi dóm héraðsdóms vegna Vatnsenda í Kópavogi. Vísir/Valli Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltested sé réttmætur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Héraðsdómur hafði áður staðfest skipti á búi Sigurðar Hjaltested sem kváðu á um að Þorsteinn væri eini réttmæti erfingi jarðarinnar. Skiptastjóri taldi sig ekki geta farið gegn erfðaskrá sem gerð var árið 1938 og kvað meðal annars á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg, ekki mætti selja hana og þar þyrfti ávallt að halda bú. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn erfingi jarðarinnar en Hæstiréttur metur það sem svo að ómögulegt sé að framkvæma erfðaskrána. Því beri að ráðstafa beinum eignarréttindum jarðarinnar til lögerfingja Sigurðar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þorsteinn er í raun einn þeirra, auk fjórtán annarra. Milljarðar eru í húfi en Þorsteinn Hjaltested hefur fengið gríðarlega háar bætur greiddar frá Kópavogsbæ vegna þess að bærinn hefur tekið hluta jarðarinnar eignarnámi undir byggingarland. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór því svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966. Þá fór sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar þurfti að flytja af jörðinni. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltested sé réttmætur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Héraðsdómur hafði áður staðfest skipti á búi Sigurðar Hjaltested sem kváðu á um að Þorsteinn væri eini réttmæti erfingi jarðarinnar. Skiptastjóri taldi sig ekki geta farið gegn erfðaskrá sem gerð var árið 1938 og kvað meðal annars á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg, ekki mætti selja hana og þar þyrfti ávallt að halda bú. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn erfingi jarðarinnar en Hæstiréttur metur það sem svo að ómögulegt sé að framkvæma erfðaskrána. Því beri að ráðstafa beinum eignarréttindum jarðarinnar til lögerfingja Sigurðar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þorsteinn er í raun einn þeirra, auk fjórtán annarra. Milljarðar eru í húfi en Þorsteinn Hjaltested hefur fengið gríðarlega háar bætur greiddar frá Kópavogsbæ vegna þess að bærinn hefur tekið hluta jarðarinnar eignarnámi undir byggingarland. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór því svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966. Þá fór sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar þurfti að flytja af jörðinni. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira