Emilía Rós sló stigametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2015 23:00 Emilía Rós Ómarsdóttir. Mynd/Skautasamband Íslands Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega á Vetrarmóti Skautasambands Íslands um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógramminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógramm með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010. Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógrammið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig. Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fjórða eftir stutta prógrammið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig. Pressan var því mikil þegar Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, steig síðust inná svellið. Þuríður sýndi fallegar æfingar en líkt og Kristín Valdís þá vantaði herslumuninn í að klára stökkin til fulls. Þuríður sýndi það hinsvegar og sannaði að hún er vel að titlinum komin er hún lenti hreinu þreföldu Salchow og sigraði með heildarskor uppá 86.90 stig. Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu sló lokapunktinn á veturinn er hún sýndi glæsileg tilþrif á ísnum í langa prógramminu. Ivana er að koma aftur inn eftir langt hlé en sýndi það svo sannarlega af hverju hún náði lágmörkum til keppni á Ólympíuleikum árið 2010. Hún var þó nokkuð frá sínu besta en þreytt og glöð að keppni lokinni og uppskar mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda. Það er ómetanlegt fyrir skautaíþróttina í landinu að fá svo glæsilega íþróttakonu eins og Ivönu á mót hérlendis. Ekki síður er það mikilvægt fyrir ungviðið að horfa á fyrirmyndir sínar á heimavelli. Eins og sjá má á keppendum hefur skautaíþróttin vaxið mjög og ber það helst að nefna fjölda stúlkna í efstu flokkunum og hversu mikil baráttan er orðin í Unglingaflokki A. Framtíðin er því björt í listhlaupi á skautum. Íþróttir Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Sjá meira
Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega á Vetrarmóti Skautasambands Íslands um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógramminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógramm með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010. Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógrammið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig. Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fjórða eftir stutta prógrammið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig. Pressan var því mikil þegar Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, steig síðust inná svellið. Þuríður sýndi fallegar æfingar en líkt og Kristín Valdís þá vantaði herslumuninn í að klára stökkin til fulls. Þuríður sýndi það hinsvegar og sannaði að hún er vel að titlinum komin er hún lenti hreinu þreföldu Salchow og sigraði með heildarskor uppá 86.90 stig. Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu sló lokapunktinn á veturinn er hún sýndi glæsileg tilþrif á ísnum í langa prógramminu. Ivana er að koma aftur inn eftir langt hlé en sýndi það svo sannarlega af hverju hún náði lágmörkum til keppni á Ólympíuleikum árið 2010. Hún var þó nokkuð frá sínu besta en þreytt og glöð að keppni lokinni og uppskar mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda. Það er ómetanlegt fyrir skautaíþróttina í landinu að fá svo glæsilega íþróttakonu eins og Ivönu á mót hérlendis. Ekki síður er það mikilvægt fyrir ungviðið að horfa á fyrirmyndir sínar á heimavelli. Eins og sjá má á keppendum hefur skautaíþróttin vaxið mjög og ber það helst að nefna fjölda stúlkna í efstu flokkunum og hversu mikil baráttan er orðin í Unglingaflokki A. Framtíðin er því björt í listhlaupi á skautum.
Íþróttir Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Sjá meira