Körfubolti

Jón Orri: Ég ætla að reyna að verða aftur Íslandsmeistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Orri Kristjánsson í leik með Stjörnunni.
Jón Orri Kristjánsson í leik með Stjörnunni. Vísir/Valli
Jón Orri Kristjánsson, miðherji Stjörnunnar, varð Íslandsmeistari með KR í fyrra en nú er hann í einu af liðunum sem ætla að taka Íslandsbikarinn úr Vesturbænum.

„Ég kann bara mjög vel við mig í Stjörnutreyjunni. Þetta er bara annar litur en annars er maður bara að spila körfubolta. Þetta eru engin eldflaugavísindi," sagði Jón Orri Kristjánsson í viðtali við Arnar Björnsson á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina.

Er ólíkt að spila með Stjörnunni en að spila með KR. „Já það eru önnur markmið en einhvern vegin þau sömu. Við ætlum að vinna titilinn en förum aðra leið að því heldur en KR," sagði Jón Orri. En á Stjarnan möguleika á að fara alla leið?

„Ég væri ekki að fara inn í úrslitakeppni ef ég hefði ekki trú á því að vinna," sagði Jón Orri. En er hans gamla lið í KR ekki sterkara en Stjarnan?

„Ég veit ekki með það. Þeir eru helvíti erfiðir og ógeðslega góðir," sagði Jón Orri. Hvaða lið mun duga lengst í keppninni?

„Við," svaraði Jón Orri strax en hver verður mótherjinn í úrslitunum? „Það er allt annað mál og mér er eiginlega sama um það. Við þurfum að vinna þrjú lið á leiðinni og mér er sama hver þau verða. Ég ætla að reyna að verða aftur Íslandsmeistari," sagði Jón Orri en það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×