Handbolti

Fyrsti sigurinn á árinu 2015 hjá Tandra og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már Konráðsson,
Tandri Már Konráðsson, Vísir/Valli
Tandri Már Konráðsson og félagar í Ricoh komu til baka í seinni hálfleik og tryggðu sér langþráðan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Ricoh vann þá 31-26 heimasigur á Redbergslids IK.

Ricoh var búið að tapa sex fyrstu leikjum sínum eftir HM-fríið og Redbergslid var fjórtán stigum og átta sætum ofar í töflunni.

Tandri Már Konráðsson hafði sig lítið frammi í þessum leik í kvöld og skoraði bara eitt mark sem kom úr hraðaupphlaupi á lokakafla leiksins. Tandri var einu sinni rekinn útaf í tvær mínútur.

Redbergslid skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins og var 7-2 yfir eftir tólf mínútna leiks. Redbergslid var síðan 17-12 yfir í hálfleik og ekkert leit út fyrir annað en sigur gestanna.

Ricoh kom sér inn í leikinn með því að skora fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiksins og komst síðan 19-18 eftir að hafa unnið fyrstu níu mínútur síðari hálfleiksins 7-1.

Redbergslid var með eins marks forystu, 21-20, þegar 18 mínútur voru til leiksloka en þá komu fimm mörk í röð frá Ricoh þar sem Tandri Már kom sínum mönnum í 25-21 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Ricoh var með góð tök eftir það og tryggði sér svo sannarlega langþráðan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×