Íslenski boltinn

Fæddur í Liverpool, spilaði með Blackburn og er nú á leið í Skallagrím

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty
Skallagrímsmenn segja frá því á heimasíðu sinni að liðið sé búið að fá liðstyrk frá Liverpool fyrir keppnina í 4. deild karla í fótbolta í sumar.

Sá heitir Declan Redmond og er 21 árs sókndjarfur miðjumaður eða framherji. Hann er fæddur í Liverpool árið 1994 en hann var knattspyrnuakademíu Blackburn á árunum 2005 til 2010. Hann fór síðan til Portúgals.

Síðasta sumar lék Redmond æfingaleiki á undirbúningstímabilinu með aðalliði SC Farense, meðal annars gegn stórliði Braga, en þeir ákváðu að bjóða honum ekki samning.

SC Farense ákváðu að senda hann til 4. deildar liðsins Onze Esperancas. Á fyrra tímabilinu sínu þar,veturinn 2013-2014 skoraði hann 12 mörk í 17 leikjum. Meiðsli hrjáðu hann nokkuð þetta tímabil, þar sem hann bæði nefbrotnaði og fékk höfuðáverka.

Tímabilið 2014-2015 lék Declan 11 leiki og skoraði 5 mörk sem miðjumaður en í janúar 2015 ákvað hann að söðla um og skipta yfir í Skallagrím. Declan fékk leikheimild 4. mars, kemur til landsins þann 13. sama dag og leikið er gegn ÍH í Lengjubikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×