Yfir 200 knattspyrnumenn missa af leiknum á morgun: „Þetta er alveg skelfilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2015 14:00 Álftanes vann 4. deildina síðasta sumar. Leikmenn liðsins missa af landsleiknum á morgun. vísir/daníel Fjöldinn allur af íslenskum knattspyrnumönnum og konum missir af fyrri hálfleik eða öllum leik Kasakstan og Íslands í undankeppni EM 2016 á morgun. Strákarnir okkar hefja leik klukkan 15.00 að íslenskum tíma á gervigrasinu í Astana, en á svipuðum tíma fara fram fjórir leikir í C-deild Lengjubikars karla og tveir í C-deild Lengjubikars kvenna. Leikmenn Álftaness og KFR koma verst út úr þessu hjá körlunum líkt og lið Hamranna, Völsungs, Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur hjá konunum. Þau munu missa af öllum leiknum. Þrír leikir í C-deild karla hefjast klukkan 14.00 og munu þau lið ná seinni hálfleik ef þau drífa sig heim eða inn í félagshús.Markavélin Andri Janusson missir af leiknum.vísir/daníelÍ heildina fara fram sex fótboltaleikir á svipuðum tíma og strákarnir okkar spila. Það eru tólf lið og ef öll mæta með fullan leikmannahóp er um að ræða 216 leikmenn. Einn leikur átti að fara fram í A-deild Lengjubikarsins á morgun á sama tíma og landsleikurinn. Það er viðureign Vals og Þórs í Egilshöllinni, en mönnum hefur tekist að færa hann til klukkan 13.00. „Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson, leikmaður Álftaness, við Vísi. „Maður vill auðvitað sjá leikinn en svona er þetta.“ Vanalega þegar landsliðið spilar liggur íslenskur fótbolti meira og minna í dái en erfitt getur verið að færa til leiki á undirbúningsmótunum. „Þetta kemur svolítið á óvart samt. Ég skil ekki af hverju leikirnir eru ekki færðir fram eða afur um nokkra klukkutíma. Leikurinn verður bara spilaður. Það er ekkert hægt að gera í þessu.“ Pétur býst ekki við að menn fari allt í einu að hrynja niður í meiðsli í kvöld. „Nei, þetta er ekki svo alvarlegt,“ segir hann og hlær við. „Það vilja samt allir sjá leikina þannig þetta er voða spes,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson.Leikirnir á morgun:Karlar: 15:30 Álftanes - KFR 14:00 Árborg - Kormákur/Hvöt 14:00 Hvíti riddarinn - Elliði 14:00 Vatnaliljur - StokkseyriKonur: 14:45 Hamrarnir - Völsungur 15:00 Víkingur Ó. - Grindavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00 Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira
Fjöldinn allur af íslenskum knattspyrnumönnum og konum missir af fyrri hálfleik eða öllum leik Kasakstan og Íslands í undankeppni EM 2016 á morgun. Strákarnir okkar hefja leik klukkan 15.00 að íslenskum tíma á gervigrasinu í Astana, en á svipuðum tíma fara fram fjórir leikir í C-deild Lengjubikars karla og tveir í C-deild Lengjubikars kvenna. Leikmenn Álftaness og KFR koma verst út úr þessu hjá körlunum líkt og lið Hamranna, Völsungs, Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur hjá konunum. Þau munu missa af öllum leiknum. Þrír leikir í C-deild karla hefjast klukkan 14.00 og munu þau lið ná seinni hálfleik ef þau drífa sig heim eða inn í félagshús.Markavélin Andri Janusson missir af leiknum.vísir/daníelÍ heildina fara fram sex fótboltaleikir á svipuðum tíma og strákarnir okkar spila. Það eru tólf lið og ef öll mæta með fullan leikmannahóp er um að ræða 216 leikmenn. Einn leikur átti að fara fram í A-deild Lengjubikarsins á morgun á sama tíma og landsleikurinn. Það er viðureign Vals og Þórs í Egilshöllinni, en mönnum hefur tekist að færa hann til klukkan 13.00. „Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson, leikmaður Álftaness, við Vísi. „Maður vill auðvitað sjá leikinn en svona er þetta.“ Vanalega þegar landsliðið spilar liggur íslenskur fótbolti meira og minna í dái en erfitt getur verið að færa til leiki á undirbúningsmótunum. „Þetta kemur svolítið á óvart samt. Ég skil ekki af hverju leikirnir eru ekki færðir fram eða afur um nokkra klukkutíma. Leikurinn verður bara spilaður. Það er ekkert hægt að gera í þessu.“ Pétur býst ekki við að menn fari allt í einu að hrynja niður í meiðsli í kvöld. „Nei, þetta er ekki svo alvarlegt,“ segir hann og hlær við. „Það vilja samt allir sjá leikina þannig þetta er voða spes,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson.Leikirnir á morgun:Karlar: 15:30 Álftanes - KFR 14:00 Árborg - Kormákur/Hvöt 14:00 Hvíti riddarinn - Elliði 14:00 Vatnaliljur - StokkseyriKonur: 14:45 Hamrarnir - Völsungur 15:00 Víkingur Ó. - Grindavík
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00 Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira
Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30
Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00
Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00
Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30
Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45