Körfubolti

Teitur: Þessi orðrómur er alger þvæla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar Már í leiknum gegn Stjörnunni er hann snéri óvænt aftur á dögunum.
Elvar Már í leiknum gegn Stjörnunni er hann snéri óvænt aftur á dögunum. mynd/hilmar bragi
Nokkuð hávær orðrómur hefur verið um að Elvar Már Friðriksson verði mættur í grænan búning Njarðvíkur í þriðja leik liðsins gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Dominos-deild karla.

Elvar Már spilaði óvænt með Njarðvík á dögunum er hann var í fríi á Íslandi frá háskólanum sínumí New York.

„Þessi orðrómur er alger þvæla," segir Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, eru sögusagnirnar voru bornar undir hann. Hann segir að Elvar sé í Bandaríkjunum.

„Þetta mál hefur ekkert verið rætt hjá okkur og því er ekkert inn í myndinni að hann sé að fara að spila með okkur aftur. Auðvitað veit maður aldrei hvað mönnum dettur í hug í framhaldinu en eins og ég segi hefur þetta ekki einu sinni verið rætt núna."

Staðan í rimmu liðanna er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og verður örugglega hart barist í næstu leikjum. Næsti leikur liðanna fer fram í Njarðvík á fimmtudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×