Handbolti

Landsliðsfyrirliðinn markahæstur í sigri Börsunga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur skoraði sex mörk í dag.
Guðjón Valur skoraði sex mörk í dag. mynd/barcelona
Barcelona er komið áfram í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir yfirburðasigur á Álaborg í 16-liða úrslitunum, samanlagt 60-33.

Eftir 20 marka sigur í fyrri leiknum, 11-31, í Danmörku var seinni leikurinn aðeins formsatriði. Eins og í þeim fyrri voru Börsungar betra liðið þótt yfirburðirnir væru ekki þeir sömu og fyrir viku.

Staðan í hálfleik var 14-19, Barcelona í vil, og þegar yfir lauk var munurinn sjö mörk, 29-22.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Barcelona með sex mörk en hann skoraði tvö mörk í fyrri leiknum. Siarhei Rutenka og Victor Tomas komu næstir með fimm mörk hvor.

Emil Berggren var markahæstur hjá Álaborg með fimm mörk en Ólafur Gústafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×