Svik stjórnvalda og lögbrot við uppsagnir Árni Stefán Jónsson skrifar 30. mars 2015 15:10 Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun