Nýtt trend fyrir haustið - baktöskur Elísabet Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2015 20:00 Fjórar fengilegar í sölu núna Áberandi af tískuvikunum í ár er ný og uppfærð útgáfa bakpoka. Það má segja að uppáhalds fylgihlutur skólafólks hafi útskrifast og sé kominn í þroskaðari og fágaðari búning - baktöskuna. Bakpokar hafa eitthvað verið í sviðsljósinu undanfarið sem eftirtektarverðir fylgihlutir á pöllunum síðastu tímabila, en þar má til dæmis nefna skínandi græna hermannapokann hjá Marc Jacobs fyrir sumarið 2015 og rebel útgáfuna sem Chanel sýndi okkur sumarið 2014. Í ár sást tískudrottningin Sofia Sanchez de Betak til að mynda með M2Malletier M2 baktöskuna, sem er ekki enn komin á markað en von er á haustið 2015. Bakpokinn svokallaði er nær því að vera falleg handtaska, en þó með tveimur axlarböndum. Þetta nýja trend gefur okkur tækifæri á því að bera töskuna á bakinu á leið til vinnu, en bera hana síðan sem handtösku inná vinnustað, svo dæmi sé tekið. Það getur líka hentað okkur vel í íslenska verðurfarinu að hafa töskuna á bakinu og hendurnar fríar fyrir góða hanska. Fréttinni fylgja 7 baktöskur sem skila þér “coolest look on the block” titlinum.3. 1 Phillip Lim Verð: 124.000H&M Verð: 3.400PCC - Gallerí 17 Verð: 19.995 Moschino - Net-a-Porter Verð: 132.000ZARA Verð: 9.995&Other Stories Verð: 16.990INDISKA Verð: 22.995Elísabet Gunnars bloggar - HÉR Mest lesið Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Nýr yfirhönnuður Louis Vuitton Glamour Setjum upp sólgleraugun Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour Frá París til Reykjavíkur Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Í dragt frá Alexander McQueen Glamour
Áberandi af tískuvikunum í ár er ný og uppfærð útgáfa bakpoka. Það má segja að uppáhalds fylgihlutur skólafólks hafi útskrifast og sé kominn í þroskaðari og fágaðari búning - baktöskuna. Bakpokar hafa eitthvað verið í sviðsljósinu undanfarið sem eftirtektarverðir fylgihlutir á pöllunum síðastu tímabila, en þar má til dæmis nefna skínandi græna hermannapokann hjá Marc Jacobs fyrir sumarið 2015 og rebel útgáfuna sem Chanel sýndi okkur sumarið 2014. Í ár sást tískudrottningin Sofia Sanchez de Betak til að mynda með M2Malletier M2 baktöskuna, sem er ekki enn komin á markað en von er á haustið 2015. Bakpokinn svokallaði er nær því að vera falleg handtaska, en þó með tveimur axlarböndum. Þetta nýja trend gefur okkur tækifæri á því að bera töskuna á bakinu á leið til vinnu, en bera hana síðan sem handtösku inná vinnustað, svo dæmi sé tekið. Það getur líka hentað okkur vel í íslenska verðurfarinu að hafa töskuna á bakinu og hendurnar fríar fyrir góða hanska. Fréttinni fylgja 7 baktöskur sem skila þér “coolest look on the block” titlinum.3. 1 Phillip Lim Verð: 124.000H&M Verð: 3.400PCC - Gallerí 17 Verð: 19.995 Moschino - Net-a-Porter Verð: 132.000ZARA Verð: 9.995&Other Stories Verð: 16.990INDISKA Verð: 22.995Elísabet Gunnars bloggar - HÉR
Mest lesið Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Nýr yfirhönnuður Louis Vuitton Glamour Setjum upp sólgleraugun Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour Frá París til Reykjavíkur Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Í dragt frá Alexander McQueen Glamour