Gjafir okkar til þeirra Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:30 Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að Ísland hafi ekki tekið fleiri framfaraskref við afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir því þeir valda neytendum og þar með öllum almenningi gríðarlegu tjóni á hverju ári. Fyrirtæki sem krefjast verndartolla gagnvart erlendri samkeppni reyna alltaf að setja fram einhverja réttlætingu fyrir kröfunni. Þannig gefa þau í skyn að samfélagið í heild njóti góðs af tollunum og sérstakar hagsbætur sem þau njóta af þeim séu að einhverju læti tilviljanakenndar. Fæðuröryggisrökin eru sprottin úr þessum jarðvegi. Þannig er reynt að telja almenningi trú um að það sé í þágu þjóðarinnar allrar að vernda nokkra innlenda kjötframleiðendur, svo dæmi sé tekið, til þess að tryggja nægilegt framboð af þessum afurðum hér á landi ef í harðbakkann slær hjá erlendum framleiðendum. Í grunninn þá eru frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir best til þess fallin að tryggja framboð af matvælum á viðráðanlegu verði. Og fæðuöryggið eykst í reynd við afnám tolla því innlendir framleiðendur auka hagkvæmni sína og samkeppnishæfni þegar þeir mæta erlendri samkeppni. Tollar gera fyrirtækjum, sem starfa í skjóli þeirra, kleift að hækka verð og auka hagnað sinn og þeir vernda óhagkvæman iðnað sem hefur glatað samkeppnishæfni sinni. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í bók sinni The Price of Inequality að tollar til að vernda innlenda framleiðslu séu í raun „gjafir almennings“ til innlendra framleiðenda. Óeðlileg tilfærsla verðmæta frá almenningi til þessara fáu framleiðenda felst í mismuninum á því verði sem almenningur greiðir vegna tollanna og því verði sem væri greitt ef innflutningur væri frjáls. Það er gjaldið sem við greiðum. Þannig er almenningur látinn bera kostnaðinn af því að vernda nokkur innlend fyrirtæki. Það er í raun með ólíkindum að þetta sé staðreynd á árinu 2015. Ekki verður séð að tollar á innflutt kjöt, eins og svínakjöt og kjúkling, séu annað en eiginlegar gjafir almennings til fárra fyrirtækja sem eru ráðandi í þessari framleiðslu á Íslandi. Þannig er allri þjóðinni haldið læstri inni í tollum svo nokkrir framleiðendur geti haldið áfram rekstri. Það sjá allir óréttlætið sem í þessu felst.Í nýju mati Viðskiptaráðs Íslands á áhrifum tolla á matvæli, sem kom út í gær, kemur fram að afnám tolla á matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur en um 40 prósent matarútgjalda heimila má rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Þá bendir Viðskiptaráð á að eini geirinn innan landbúnaðarins sem skili jákvæðri rekstarafkomu að teknu tilliti framleiðslustyrkja sé garðyrkja. Við síðustu aldamót voru tollar á grænmeti felldir niður og styrkjafyrirkomulagi greinarinnar breytt. Eftir breytingarnar lækkaði útsöluverð á grænmeti um allt að 45 prósent. Þrátt fyrir umtalsverðar verðlækkanir á grænmeti í kjölfar breytinganna hefur grænmetisframleiðsla á Íslandi staðið þær af sér og gott betur. Af hverju ætti ekki nákvæmlega sama lögmál að gilda um aðrar landbúnaðarafurðir, eins og kjöt? Greining Viðskiptaráðs ætti að vera fóður fyrir hugrakka stjórnmálamenn til að ráðast loksins í róttækar breytingar á tollalöggjöfinni almenningi til hagsbóta. Því við töpum öll á tollunum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar