Ólafur: Tel mig eiga jafnmikið erindi í landsliðið og allir aðrir Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:15 Ólafur Ólafsson hefur skemmt öllum í Dominos-deildinni í mörg ár. vísir/valli Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, samdi í gær við franska félagið St. Clement sem spilar í D-deildinni í Frakklandi en berst um að komast upp í deildina fyrir ofan. Ólafur hefur spilað allan sinn feril með Grindavík þar sem hann er uppalinn, en hann hlakkar til að flytja til Frakklands. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta lið en ekki séð neinar tölur. Ég er búinn að skoða hvar liðið er. Þetta er á frægum ferðamannastað og þarna rétt hjá er fræg sólarströnd,“ segir Ólafur við vísi. Ólafur fær ekkert sumarfrí frekar en aðrir íslenskir körfuboltamenn. Hann ætlar sér að vera í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Berlín í sumar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á stórmóti í körfubolta. „Undirbúningurinn hefst í kvöld [gærkvöldi],“ segir Ólafur. „Ég er að fara á æfingu með eldri bróður mínum og svo hefjast lyftingaæfingar í þessum mánuði. Ég ætla að undirbúa mig sem best.“ „Ég kann leikkerfið hjá landsliðinu og svo verður bara gaman ef einhverju nýju verður bætt við. Ég ætla bara að mæta til leiks í sem bestu líkamlegu ástandi.“ Ólafur var í hópnum í síðustu undankeppni en samkeppnin verður mun meiri í sumar. Kristófer Acox mætir til leiks úr bandaríska háskólaboltanum sem og Frank Aron Booker. Þá gæti verið að Jakob Örn Sigurðarson gefi aftur kost á sér. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel mig eiga alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að komast í þeta landslið. Mitt markmið er að fara á EM og vonandi verð ég líka með á Smáþjóðaleikunum,“ segir Ólafur sem er bara spenntur fyrir viðbótunum við hópinn. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá litla Frank. Þetta er í fyrsta skipti sem svona ungur bandarískur Íslendingur kemur í landsliðið. Ef hann getur hjálpað okkur er það bara frábært. Svo vitum við allir hvað Kristófer getur. Hann er algjört skrímsli sem er eflaust ekkert auðvelt að eiga við.“ „Svo má ekki gleyma ungu strákunum hérna heima eins og Degi Kár hjá Stjörnunni og Jóni Axel hjá okkur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar,“ segir Ólafur Ólafsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, samdi í gær við franska félagið St. Clement sem spilar í D-deildinni í Frakklandi en berst um að komast upp í deildina fyrir ofan. Ólafur hefur spilað allan sinn feril með Grindavík þar sem hann er uppalinn, en hann hlakkar til að flytja til Frakklands. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta lið en ekki séð neinar tölur. Ég er búinn að skoða hvar liðið er. Þetta er á frægum ferðamannastað og þarna rétt hjá er fræg sólarströnd,“ segir Ólafur við vísi. Ólafur fær ekkert sumarfrí frekar en aðrir íslenskir körfuboltamenn. Hann ætlar sér að vera í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Berlín í sumar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á stórmóti í körfubolta. „Undirbúningurinn hefst í kvöld [gærkvöldi],“ segir Ólafur. „Ég er að fara á æfingu með eldri bróður mínum og svo hefjast lyftingaæfingar í þessum mánuði. Ég ætla að undirbúa mig sem best.“ „Ég kann leikkerfið hjá landsliðinu og svo verður bara gaman ef einhverju nýju verður bætt við. Ég ætla bara að mæta til leiks í sem bestu líkamlegu ástandi.“ Ólafur var í hópnum í síðustu undankeppni en samkeppnin verður mun meiri í sumar. Kristófer Acox mætir til leiks úr bandaríska háskólaboltanum sem og Frank Aron Booker. Þá gæti verið að Jakob Örn Sigurðarson gefi aftur kost á sér. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel mig eiga alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að komast í þeta landslið. Mitt markmið er að fara á EM og vonandi verð ég líka með á Smáþjóðaleikunum,“ segir Ólafur sem er bara spenntur fyrir viðbótunum við hópinn. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá litla Frank. Þetta er í fyrsta skipti sem svona ungur bandarískur Íslendingur kemur í landsliðið. Ef hann getur hjálpað okkur er það bara frábært. Svo vitum við allir hvað Kristófer getur. Hann er algjört skrímsli sem er eflaust ekkert auðvelt að eiga við.“ „Svo má ekki gleyma ungu strákunum hérna heima eins og Degi Kár hjá Stjörnunni og Jóni Axel hjá okkur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar,“ segir Ólafur Ólafsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn