Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 10:30 Aron Einar Gunnarsson vill að Ólafur og Pétur njóti virðingar fyrir það sem þeir gerðu. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilaði 50. landsleikinn sinn á dögunum þegar Ísland vann Kasakstan, 3-0, í undankeppni EM 2016 í Astana. Aron Einar fékk fyrst tækifæri í landsliðinu þegar hann byrjaði leik á móti Hvíta-Rússlandi á æfingamóti á Möltu árið 2008. Hann var þá 18 ára gamall. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá landsliðsþjálfari karla og gaf mikið af ungum leikmönnum tækifæri í liðinu, en fyrir það er Aron honum og aðstoðarþjálfaranum Pétri Péturssyni þakklátur. „Ég fékk tækifærið á sínum tíma hjá Óla Jóh og Pétri. Það var þvílík snilld hjá þeim að koma öllum þessum leikmönnum af stað. Við værum ekki þar sem við erum í dag hefðu þeir ekki komið okkur öllum inn og gefið okkur sénsinn,“ segir Aron Einar í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut.Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska liðinu áður en Lars Lagerbäck tók við.vísir/afpÓlafur og Pétur hafa fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin misseri, en nokkur fjöldi landsliðsmanna hefur talað um það hversu miklu betra allt sé í kringum liðið undir stjórn Lars Lagerbäcks en það var undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Þetta líkar Aroni illa. „Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar ég sé leikmenn vera að tala illa um fyrrverandi þjálfarana sína. Þó það gekk ekki vel voru þetta mennirnir sem komu okkur af stað og gáfu okkur tækifæri,“ segir Aron Einar. „Það var kominn tími á kynslóðaskipti. Það var mikil breyting á þeim tíma og núna erum við að ná úrslitum. Auðvitað fær Lars allan heiðurinn vegna þess að hann er þjálfarinn í dag, en þetta er mikið Óla og Pétri að þakka ef maður á að vera hreinskilinn,“ segir Aron Einar.Kári Árnason talaði um landsliðið á árum áður sem staðnaðan vinaklúbb.vísir/epaLandsliðsmennirnir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem voru samherjar hjá Helsingborg í Svíþjóð á síðustu leiktíð, töluðu um menninguna í kringum landsliðið í viðtali við Helsingborgs Dagblad á síðasta ári. Þar sögðu þeir landsliðsferðir fyrir nokkrum árum hafa snúist um vinahittinga og að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. Guðlaugur Victor sagði orð þeirra slitin úr samhengi eftir að viðtalið birtist. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, var í viðtali í sama þætti og Aron Einar í síðustu viku og lýsti þar landsliðinu áður en Lagerbäck tók við sem stöðnuðum vinaklúbbi. Fyrirliðinn vísar ummælum Arnórs og Victors til föðurhúsanna, en tekur fram að hann trúir ekki að þeir hafi látið þetta út úr sér og orð þeirra hafi verið rangtúlkuð.Landsliðsfyrirliðinn er búinn að spila 50 leiki.vísir/andri marinó„Ég veit alveg hvað þú ert að tala um. Þeir fóru í viðtal og kannski var eitthvað mistúlkað hjá þeim. Þetta voru engar fyllerísferðir, ég get sagt þér það,“ segir Aron Einar. „Það kom fyrir að menn kíktu út á lífið eftir leiki þegar þeir fengu leyfi. Það var ekkert að því. Þetta er kannski orðið aðeins atvinnumannslegra umhverfi þar sem við erum með atvinnuþjálfara sem hefur gengið gegnum ýmislegt með Svíþjóð.“ „Hann hefur brennt sig á hlutum sem hafa komið fyrir áður eins og þegar hann þurfti að senda Zlatan heim. Hann hefur brennt sig á því og þess vegna er þetta allt á hreinu. Á sínum tíma fengu menn leyfi til að kíkja út, fara í bíó, það var allt í lagi.“ „Það fór í taugarnar á mér að sjá þetta á netinu en ég held þeir hafi ekkert verið að segja þetta. Þetta var mistúlkað en þeir hafa kannski nefnt þetta einhvernveginn.“ „Ég ber engan kala til þeirra; Gulla og Arnórs Smára. Þetta eru flottir gaurar og ég held að þeir séu aldrei að fara að skíta út liðsfélaga sína í landsliðinu. Það er ekki séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allan þáttinn má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilaði 50. landsleikinn sinn á dögunum þegar Ísland vann Kasakstan, 3-0, í undankeppni EM 2016 í Astana. Aron Einar fékk fyrst tækifæri í landsliðinu þegar hann byrjaði leik á móti Hvíta-Rússlandi á æfingamóti á Möltu árið 2008. Hann var þá 18 ára gamall. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá landsliðsþjálfari karla og gaf mikið af ungum leikmönnum tækifæri í liðinu, en fyrir það er Aron honum og aðstoðarþjálfaranum Pétri Péturssyni þakklátur. „Ég fékk tækifærið á sínum tíma hjá Óla Jóh og Pétri. Það var þvílík snilld hjá þeim að koma öllum þessum leikmönnum af stað. Við værum ekki þar sem við erum í dag hefðu þeir ekki komið okkur öllum inn og gefið okkur sénsinn,“ segir Aron Einar í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut.Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska liðinu áður en Lars Lagerbäck tók við.vísir/afpÓlafur og Pétur hafa fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin misseri, en nokkur fjöldi landsliðsmanna hefur talað um það hversu miklu betra allt sé í kringum liðið undir stjórn Lars Lagerbäcks en það var undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Þetta líkar Aroni illa. „Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar ég sé leikmenn vera að tala illa um fyrrverandi þjálfarana sína. Þó það gekk ekki vel voru þetta mennirnir sem komu okkur af stað og gáfu okkur tækifæri,“ segir Aron Einar. „Það var kominn tími á kynslóðaskipti. Það var mikil breyting á þeim tíma og núna erum við að ná úrslitum. Auðvitað fær Lars allan heiðurinn vegna þess að hann er þjálfarinn í dag, en þetta er mikið Óla og Pétri að þakka ef maður á að vera hreinskilinn,“ segir Aron Einar.Kári Árnason talaði um landsliðið á árum áður sem staðnaðan vinaklúbb.vísir/epaLandsliðsmennirnir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem voru samherjar hjá Helsingborg í Svíþjóð á síðustu leiktíð, töluðu um menninguna í kringum landsliðið í viðtali við Helsingborgs Dagblad á síðasta ári. Þar sögðu þeir landsliðsferðir fyrir nokkrum árum hafa snúist um vinahittinga og að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. Guðlaugur Victor sagði orð þeirra slitin úr samhengi eftir að viðtalið birtist. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, var í viðtali í sama þætti og Aron Einar í síðustu viku og lýsti þar landsliðinu áður en Lagerbäck tók við sem stöðnuðum vinaklúbbi. Fyrirliðinn vísar ummælum Arnórs og Victors til föðurhúsanna, en tekur fram að hann trúir ekki að þeir hafi látið þetta út úr sér og orð þeirra hafi verið rangtúlkuð.Landsliðsfyrirliðinn er búinn að spila 50 leiki.vísir/andri marinó„Ég veit alveg hvað þú ert að tala um. Þeir fóru í viðtal og kannski var eitthvað mistúlkað hjá þeim. Þetta voru engar fyllerísferðir, ég get sagt þér það,“ segir Aron Einar. „Það kom fyrir að menn kíktu út á lífið eftir leiki þegar þeir fengu leyfi. Það var ekkert að því. Þetta er kannski orðið aðeins atvinnumannslegra umhverfi þar sem við erum með atvinnuþjálfara sem hefur gengið gegnum ýmislegt með Svíþjóð.“ „Hann hefur brennt sig á hlutum sem hafa komið fyrir áður eins og þegar hann þurfti að senda Zlatan heim. Hann hefur brennt sig á því og þess vegna er þetta allt á hreinu. Á sínum tíma fengu menn leyfi til að kíkja út, fara í bíó, það var allt í lagi.“ „Það fór í taugarnar á mér að sjá þetta á netinu en ég held þeir hafi ekkert verið að segja þetta. Þetta var mistúlkað en þeir hafa kannski nefnt þetta einhvernveginn.“ „Ég ber engan kala til þeirra; Gulla og Arnórs Smára. Þetta eru flottir gaurar og ég held að þeir séu aldrei að fara að skíta út liðsfélaga sína í landsliðinu. Það er ekki séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allan þáttinn má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira