Handbolti

Aron tapaði fyrir sínu gamla liði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron ræðir við Kim Andersson, sem skoraði eitt mark í dag.
Aron ræðir við Kim Andersson, sem skoraði eitt mark í dag. Vísir/Daníel
Skjern vann mikilvægan sigur á deildarmeisturum KIF Kolding Köbenhavn í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, 27-26.

Aron Kristjánsson er þjálfari KIF Kolding en hann þjálfaði Skjern frá 2004 til 2007, auk þess sem lék áður með sama félagi.

Eftir jafnan og spennandi leik náði Skjern tveggja marka forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Torsten Laen minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir og fékk svo tækifæri til að jafna metin á lokasekúndunum en Sören Pedersen, markvörður Skjern, varði skot hans.

KIF og Skjern eru efst og jöfn með sex stig hvort í sínum riðli í úrslitakeppninni, einu stigi á undan Team Tvis Holstebro sem á leik til góða gegn stigalausu liði Århus á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×