Pavel: Ég var þungur og kærastan fékk að líða fyrir það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2015 17:03 Vísir/Þórdís Inga Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30
Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli