Körfubolti

Tók stuðningsmannasveit Stólanna Francis úr sambandi?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Francis.
Alex Francis. Vísir/Valli
Haukar eru komnir 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta og flestir eru sammála því að slök frammistaða Bandaríkjamannsins Alex Francis á mikinn þátt í að fyrstu tveir leikirnir hafa ekki verið eins og létt æfing fyrir Stólanna.

Alex Francis hefur aðeins skorað samtals 14 stig í þessum tveimur leikjum en hann var með 22,8 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitunum.

Framlag Alex Francis í þessum tveimur leikjum hefur verið -1 (Leikur eitt) og 3 (Leikur tvö) og það er ljóst að þessar tölur eru ekki boðlegar hjá atvinnumanni liðsins og í raun stórfurðulegar því hann var með 26,0 stig og 14,6 fráköst að meðaltali í deildinni í vetur.

Það lítur hinsvegar út fyrir að stuðningsmannasveit Stólanna hafi hreinlega tekið kappann á taugum og úr sambandi með því að fara að telja í kór öll misheppnuðu vítin hans.

Þetta byrjaði allt í deildarleik liðanna í mars þegar Francis var með 21 stig og 14 fráköst en klikkaði á 11 af 12 vítum sínum. Þetta hafði greinilega áhrif enda klikkaði Francis á níu síðustu vítum sínum í deildarleiknum. Sveitin tók síðan upp þráðinn í leik þar sem hann klikkaði á 9 af 10 vítaskotum sínum.

Varnarmenn Stólanna eru óhræddir við að brjóta á Francis og senda hann á vítalínuna og þessi þróun virðast hafa dregið mest allan kraftinn úr leikmanninum sem spilar eins og hann hræðist það að fara á vítalínuna.

Hér fyrir neðan má hvernig þessi 32 víti hans í síðustu þremur leikjum við Tindastól hafa endað.



Víti Alex Francis í síðustu þremur leikjum við Tindastól:

Deildarleikur á Króknum 8. mars  (Francis hitti úr 1 af 12 vítum, 8 prósent)

1. Klikkaði

2. Klikkaði

3. HITTI

4. Klikkaði

5. Klikkaði

6. Klikkaði

7. Klikkaði

8. Klikkaði

9. Klikkaði

10. Klikkaði

11. Klikkaði

12. Klikkaði

Leikur 1 á Króknum 7. apríl (1 af 10, 10 prósent)

1.  Klikkaði

2.  Klikkaði

3.  Klikkaði

4.  HITTI

5.  Klikkaði

6.  Klikkaði

7.  Klikkaði

8.  Klikkaði

9.  Klikkaði

10.  Klikkaði

Leikur 2 á Ásvöllum 10. apríl (3 af 10, 30 prósent)

1.  Klikkaði

2.  HITTI

3.  Klikkaði

4.  Klikkaði

5.  Klikkaði

6.  Klikkaði

7.  Klikkaði

8.  HITTI

9.  HITTI

10.  Klikkaði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×