Horft yfir farinn veg Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. apríl 2015 07:50 Nú eru tæp tvö ár liðin síðan Framsókn tók við völdum. Á þeim tíma höfum við uppfyllt eitt helsta kosningaloforð okkar um að leiðrétta verðtryggð fasteignaveðlán. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Þau 99,4% umsækjenda sem fengu umsókn sína samþykkta 23. desember síðastliðinn hafa samþykkt leiðréttinguna. Strax var ráðist í það verkefni að taka til baka svokallaðar Árna Páls skerðingar, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir í júní 2009. Framsókn hefur lagt mikla vinnu í að bæta stöðu leigjenda og gera þeim sem lægstar hafa tekjurnar auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölga framboði af leiguhúsnæði. Tvö frumvörp eru þegar komin til þingsins en tvö eru föst í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Þegar þau frumvörp koma mun það sýna, svo ekki verði um villst, að ríkur vilji er hjá okkur framsóknarmönnum að bæta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og einnig þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Byggðamálin skipta miklu. Hafin er vinna við eflingu landsbyggðarinnar með lagningu ljósleiðara. Nútímasamfélag starfar ekki án aðgangs að háhraða interneti. Verkefnið mun leiða til þess að atvinnuskapandi verkefni geta fæðst hvar sem er á landinu vegna áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á jafnrétti til búsetu með jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Frumvörp þess efnis hafa nú þegar verið kynnt fyrir þinginu. Það er ekki nema sanngjarnt að íbúar landsbyggðarinnar njóti álíka þjónustu af hendi ríkisins þegar þeir hafa sömu skyldur gagnvart ríkissjóði og aðrir. Leitað hefur verið sátta í orkumálum. Verkefnisstjórn rammaáætlunar, um vernd og orkunýtingu landssvæða, er með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er. Frumvarp Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra, um stjórnun fiskveiða boðaði meðal annars að sett yrði í lög að fiskveiðiauðlindirnar yrðu í þjóðareign. Verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins skiptir Íslendinga máli efnahagslega. Það er því miður að stjórnmálunum hafi ekki hafi tekist að sameinast um þetta mikilvæga frumvarp og jafnframt þessa dýrmætu auðlind Íslands sem við eigum auðvitað öll að njóta góðs af. Áhersla Framsóknar í ríkisstjórn verður áfram alþjóðasinnuð. Íslendingar verða að horfa til alls heimsins sem markaðssvæðis og sækja fram, t.d. í gerð samninga um fríverslun, fjárfestingar, loftferðir og tvísköttun, ásamt því að vegabréf Íslendinga opni sem flestar dyr áfram. Við munum vinna með Evrópu í gegnum EES samninginn. Þá ber okkur skylda til að búa þannig um hnútana að utanríkisþjónustan geti gætt mikilvægra hagsmuna landsins á vettvangi erlendis. Ísland á gríðarlega mikið undir því að staðinn sé vörður um landhelgina, landgrunnið, réttinn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og frjáls viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur gerst á aðeins tveimur árum. Það er Framsókn í samfélaginu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru tæp tvö ár liðin síðan Framsókn tók við völdum. Á þeim tíma höfum við uppfyllt eitt helsta kosningaloforð okkar um að leiðrétta verðtryggð fasteignaveðlán. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Þau 99,4% umsækjenda sem fengu umsókn sína samþykkta 23. desember síðastliðinn hafa samþykkt leiðréttinguna. Strax var ráðist í það verkefni að taka til baka svokallaðar Árna Páls skerðingar, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir í júní 2009. Framsókn hefur lagt mikla vinnu í að bæta stöðu leigjenda og gera þeim sem lægstar hafa tekjurnar auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölga framboði af leiguhúsnæði. Tvö frumvörp eru þegar komin til þingsins en tvö eru föst í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Þegar þau frumvörp koma mun það sýna, svo ekki verði um villst, að ríkur vilji er hjá okkur framsóknarmönnum að bæta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og einnig þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Byggðamálin skipta miklu. Hafin er vinna við eflingu landsbyggðarinnar með lagningu ljósleiðara. Nútímasamfélag starfar ekki án aðgangs að háhraða interneti. Verkefnið mun leiða til þess að atvinnuskapandi verkefni geta fæðst hvar sem er á landinu vegna áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á jafnrétti til búsetu með jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Frumvörp þess efnis hafa nú þegar verið kynnt fyrir þinginu. Það er ekki nema sanngjarnt að íbúar landsbyggðarinnar njóti álíka þjónustu af hendi ríkisins þegar þeir hafa sömu skyldur gagnvart ríkissjóði og aðrir. Leitað hefur verið sátta í orkumálum. Verkefnisstjórn rammaáætlunar, um vernd og orkunýtingu landssvæða, er með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er. Frumvarp Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra, um stjórnun fiskveiða boðaði meðal annars að sett yrði í lög að fiskveiðiauðlindirnar yrðu í þjóðareign. Verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins skiptir Íslendinga máli efnahagslega. Það er því miður að stjórnmálunum hafi ekki hafi tekist að sameinast um þetta mikilvæga frumvarp og jafnframt þessa dýrmætu auðlind Íslands sem við eigum auðvitað öll að njóta góðs af. Áhersla Framsóknar í ríkisstjórn verður áfram alþjóðasinnuð. Íslendingar verða að horfa til alls heimsins sem markaðssvæðis og sækja fram, t.d. í gerð samninga um fríverslun, fjárfestingar, loftferðir og tvísköttun, ásamt því að vegabréf Íslendinga opni sem flestar dyr áfram. Við munum vinna með Evrópu í gegnum EES samninginn. Þá ber okkur skylda til að búa þannig um hnútana að utanríkisþjónustan geti gætt mikilvægra hagsmuna landsins á vettvangi erlendis. Ísland á gríðarlega mikið undir því að staðinn sé vörður um landhelgina, landgrunnið, réttinn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og frjáls viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur gerst á aðeins tveimur árum. Það er Framsókn í samfélaginu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar