Skora á ráðherra að hætta við flutning Fiskistofu Birgir Olgeirsson skrifar 29. apríl 2015 16:45 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn Fiskistofu skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu þegar til baka og forða þannig stofnuninni og starfsmönnum hennar frá enn frekari skaða en orðinn er. Þessi áskorun til ráðherra var samþykkt á almennum fundi starfsmanna Fiskistofu í dag. Starfsmennirnir segja fjölda starfsmanna hafa nú þegar hrakist úr störfum sínum vegna langvarandi óvissu og ekki hefur verið hægt að ráða í þær stöður. Starfsmennirnir segja komið að þolmörkum þess að stofnunin geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið undanfarin misseri og að nú þegar hafi orðið mikið þekkingarrof hjá stofnunni og fyrirsjáanlegt að það muni aukast ef fram horfir. Þá skora starfsmennirnir á þingmenn að standa vörð um stjórnskipun Íslands og hafna því valdaframsali sem felst í fyrstu málsgrein frumvarps um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, þar sem fram kemur að ráðherra kveði á um aðsetur stofnunar sem undir hann heyrir, nema á annan veg sé mælt í lögum. Í ljósi reynslu Fiskistofu benda starfsmennirnir á að slík valdheimild ráðherra geti valdið stofnunum og starfsmönnum þeirra óbætanlegum skaða líkt og reynslan með Fiskistofu sýnir.Sjá áskorunina hér fyrir neðan:Áskorun starfsmanna Fiskistofu til alþingismanna og ráðherra Umboðsmaður Alþingis hefur birt álit sitt í tilefni kvörtunar starfsmanna Fiskistofu vegna ákvörðunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu. Í áliti umboðsmanns kemur fram, að mati starfsmanna Fiskistofu, þungur áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra. Í álitinu segir umboðsmaður meðal annars:„…að yfirlýsingar og bréf ráðherra sem beint var til starfsmanna Fiskistofu og þar með hvernig staðið var að upplýsingagjöf um þetta mál gagnvart þeim af hálfu ráðherra, þ. á m. um hvaða ákvörðun hafi verið tekin í raun um flutninginn, hafi ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti…“„…að það hafi ekki samrýmst skyldum ráðherra … að láta hjá líða að fá um það ráðgjöf innan ráðuneytisins eða með öðrum hætti hvort gildandi lagaheimildir stæðu til þess að ráðherra gæti tekið ákvörðun um flutning höfuðstöðva Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar áður en hann kynnti starfsmönnum Fiskistofu málið. Ég tel jafnframt tilefni til þess að vekja athygli forsætisráðherra almennt á því að miðað við þau mál sem ég hef tekið til athugunar að undanförnu virðist vera þörf á að huga betur að framkvæmd þessarar lagareglu innan Stjórnarráðs Íslands.“ [20. gr. laga nr. 115/2011].Umboðsmaður „mælist til þess, meðan beðið er afstöðu Alþingis til málsins, að ráðherra geri starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þess nú og hvers þeir megi vænta um framhaldið. Jafnframt mælist ég til þess að framvegis verði betur hugað að þeim sjónarmiðum sem rakin eru í álitinu um undirbúning mála og skyldu ráðherra til að leita ráðgjafar.“Alþingismenn – standið vörð um stjórnskipun Íslands Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, þar sem fram kemur í 1. gr. að ráðherra kveði á um aðsetur stofnunar sem undir hann heyrir, nema á annan veg sé mælt í lögum. Með þessari breytingu, ef að lögum verður, fær ráðherra takmarkalausa valdheimild til að flytja ríkisstofnanir sem undir hann heyra, að eigin geðþótta. Án nokkurra efnisreglna í lagagreininni er framangreind heimild í andstöðu við stjórnskipun Íslands (sjá, m.a. til hliðsjónar Hrd. 1996 bls. 2956 og Hrd. 312/1998). Í ljósi biturrar reynslu Fiskistofu og starfsmanna hennar síðastliðin misseri getur slík takmarkalaus valdheimild ráðherra valdið stofnunum og starfsmönnum þeirra óbætanlegum skaða. Í ljósi þessa skora starfsmenn Fiskistofu á alla alþingismenn að standa vörð um stjórnskipun Íslands og hafna því valdaframsali sem felst í 1. gr. frumvarpsins.Ráðherra – lærðu af reynslunni!Dragðu ákvörðun um flutning Fiskistofu tafarlaust til baka Starfsmönnum Fiskistofu verði þegar í stað gerð formlega grein fyrir stöðu málsins og hvers vænta megi um framhaldið.Vegna langvarandi óvissu hefur fjöldi starfsmanna nú þegar hrakist úr störfum sínum og ekki hefur verið hægt að ráða í þær stöður.Komið er að þolmörkum þess að stofnunin geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið viðvarandi undanfarin misseri.Nú þegar hefur orðið mikið þekkingarrof hjá stofnuninni og fyrirsjáanlegt er að það muni aukast ef fram fer sem horfir. Starfsmenn Fiskistofu skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu þegar til baka og forða þannig stofnuninni og starfsmönnum hennar frá enn frekari skaða en orðinn er. Samþykkt á almennum fundi starfsmanna Fiskistofu 29. apríl 2015. Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu þegar til baka og forða þannig stofnuninni og starfsmönnum hennar frá enn frekari skaða en orðinn er. Þessi áskorun til ráðherra var samþykkt á almennum fundi starfsmanna Fiskistofu í dag. Starfsmennirnir segja fjölda starfsmanna hafa nú þegar hrakist úr störfum sínum vegna langvarandi óvissu og ekki hefur verið hægt að ráða í þær stöður. Starfsmennirnir segja komið að þolmörkum þess að stofnunin geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið undanfarin misseri og að nú þegar hafi orðið mikið þekkingarrof hjá stofnunni og fyrirsjáanlegt að það muni aukast ef fram horfir. Þá skora starfsmennirnir á þingmenn að standa vörð um stjórnskipun Íslands og hafna því valdaframsali sem felst í fyrstu málsgrein frumvarps um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, þar sem fram kemur að ráðherra kveði á um aðsetur stofnunar sem undir hann heyrir, nema á annan veg sé mælt í lögum. Í ljósi reynslu Fiskistofu benda starfsmennirnir á að slík valdheimild ráðherra geti valdið stofnunum og starfsmönnum þeirra óbætanlegum skaða líkt og reynslan með Fiskistofu sýnir.Sjá áskorunina hér fyrir neðan:Áskorun starfsmanna Fiskistofu til alþingismanna og ráðherra Umboðsmaður Alþingis hefur birt álit sitt í tilefni kvörtunar starfsmanna Fiskistofu vegna ákvörðunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu. Í áliti umboðsmanns kemur fram, að mati starfsmanna Fiskistofu, þungur áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra. Í álitinu segir umboðsmaður meðal annars:„…að yfirlýsingar og bréf ráðherra sem beint var til starfsmanna Fiskistofu og þar með hvernig staðið var að upplýsingagjöf um þetta mál gagnvart þeim af hálfu ráðherra, þ. á m. um hvaða ákvörðun hafi verið tekin í raun um flutninginn, hafi ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti…“„…að það hafi ekki samrýmst skyldum ráðherra … að láta hjá líða að fá um það ráðgjöf innan ráðuneytisins eða með öðrum hætti hvort gildandi lagaheimildir stæðu til þess að ráðherra gæti tekið ákvörðun um flutning höfuðstöðva Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar áður en hann kynnti starfsmönnum Fiskistofu málið. Ég tel jafnframt tilefni til þess að vekja athygli forsætisráðherra almennt á því að miðað við þau mál sem ég hef tekið til athugunar að undanförnu virðist vera þörf á að huga betur að framkvæmd þessarar lagareglu innan Stjórnarráðs Íslands.“ [20. gr. laga nr. 115/2011].Umboðsmaður „mælist til þess, meðan beðið er afstöðu Alþingis til málsins, að ráðherra geri starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þess nú og hvers þeir megi vænta um framhaldið. Jafnframt mælist ég til þess að framvegis verði betur hugað að þeim sjónarmiðum sem rakin eru í álitinu um undirbúning mála og skyldu ráðherra til að leita ráðgjafar.“Alþingismenn – standið vörð um stjórnskipun Íslands Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, þar sem fram kemur í 1. gr. að ráðherra kveði á um aðsetur stofnunar sem undir hann heyrir, nema á annan veg sé mælt í lögum. Með þessari breytingu, ef að lögum verður, fær ráðherra takmarkalausa valdheimild til að flytja ríkisstofnanir sem undir hann heyra, að eigin geðþótta. Án nokkurra efnisreglna í lagagreininni er framangreind heimild í andstöðu við stjórnskipun Íslands (sjá, m.a. til hliðsjónar Hrd. 1996 bls. 2956 og Hrd. 312/1998). Í ljósi biturrar reynslu Fiskistofu og starfsmanna hennar síðastliðin misseri getur slík takmarkalaus valdheimild ráðherra valdið stofnunum og starfsmönnum þeirra óbætanlegum skaða. Í ljósi þessa skora starfsmenn Fiskistofu á alla alþingismenn að standa vörð um stjórnskipun Íslands og hafna því valdaframsali sem felst í 1. gr. frumvarpsins.Ráðherra – lærðu af reynslunni!Dragðu ákvörðun um flutning Fiskistofu tafarlaust til baka Starfsmönnum Fiskistofu verði þegar í stað gerð formlega grein fyrir stöðu málsins og hvers vænta megi um framhaldið.Vegna langvarandi óvissu hefur fjöldi starfsmanna nú þegar hrakist úr störfum sínum og ekki hefur verið hægt að ráða í þær stöður.Komið er að þolmörkum þess að stofnunin geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið viðvarandi undanfarin misseri.Nú þegar hefur orðið mikið þekkingarrof hjá stofnuninni og fyrirsjáanlegt er að það muni aukast ef fram fer sem horfir. Starfsmenn Fiskistofu skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu þegar til baka og forða þannig stofnuninni og starfsmönnum hennar frá enn frekari skaða en orðinn er. Samþykkt á almennum fundi starfsmanna Fiskistofu 29. apríl 2015.
Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira