Flensa hefur herjað á leikmenn karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Í fyrstu var talið að leikmenn hefðu fengið matareitrun í æfingaferð á Spáni.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, segir að tveir leikmenn hafi komið veikir heim en telur að örsökin liggi ekki í matareitrun.
„Við borðuðum allir sama matinn. Ég held frekar að þetta sé flensa sem herjaði svona kröftuglega á okkur," segir Rúnar.
Brynjar Gauti Guðjónsson og Rúnar Páll fengu báðir lungnabólgu. Brynjar gat ekkert æft en fékk grænt ljós frá lækni um að spila gegn KR í meistarakeppninni í fyrrakvöld.
„Það voru fáir á æfingu í gær," segir Rúnar en hann gaf 5-7 leikmönnum frí. Hann reiknar með því að allir verði með á æfingu á morgun.
Stjarnan hefur titilvörn sína á Akranesi á sunnudag.
Leikur Skagamanna og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17.00.
Rúnar Páll og Brynjar Gauti fengu lungnabólgu

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
