„Þurftum að grafa djúpt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. maí 2025 21:31 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, náði í þrjú stig norður á Ákureyri í dag. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag. „Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira