Handbolti

Hægt að ná báðum kvennaleikjunum á fimmtudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna María Einarsdóttir.
Sunna María Einarsdóttir. Vísir/Þórdís Inga
Undanúrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta hefjast á fimmtudaginn en tólf leikja hlé var gert á úrslitakeppninni vegna verkefnis 19 ára landsliðs kvenna.

Nú fer úrslitakeppnin hinsvegar á fulla ferð þar sem fjögur lið keppast um að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitillinn.

Deildar- og bikarmeistarar Gróttu taka á móti ÍBV í undanúrslitunum og Fram mætir Stjörnunni. Öll liðin nema Stjarnan unnu báða leiki sína í átta liða úrslitunum.

Báðir leikirnir áttu að hefjast klukkan 19.30 á fimmtudagskvöldið kemur en vegna ferðaplans ÍBV hefur verið ákveðið að flýta leik Gróttu og ÍBV.

Leikurinn fer nú fram klukkan 17.00 sem þýðir að handboltáhugafólk getur náð báðum leikjunum, mætt út á Seltjarnarnes klukkan fimm og svo í Framhúsið í Safamýri tveimur og hálfum tíma síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×