Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 15:34 „Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37