Körfubolti

KR í úrslitum tvö ár í röð í fyrsta sinn síðan Laszlo þjálfaði liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson.
Finnur Freyr Stefánsson. Vísir/Ernir
KR-ingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla og fyrsti leikurinn á móti Tindastól er í DHL-höllinni klukkan 19.15 í kvöld.

Leikurinn í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR-liðsins, varð á föstudagskvöldið fyrsti þjálfarinn í 25 ár til þess að koma KR-liðinu í lokaúrslitin tvö ár í röð. KR vann þá Njarðvík í tvíframlengdum oddaleik.

Laszlo Nemeth var síðasti þjálfari KR til þess að koma Vesturbæjarliðinu í úrslitin tvö ár í röð en því náði hann árin og 1990. KR tapaði fyrir Keflavík í úrslitaeinvíginu fyrra árið hans Laszlo en tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið eftir. KR-ingar hefndu þá fyrir tapið árið áður og unnu Keflavíkurliðið 3-0.

KR hafði síðan frá árinu 1990 komist sex sinnum í lokaúrslitin eða árin 1998, 2000, 2007, 2009, 2011 og 2014. KR-liðinu hafði hinsvegar aldrei tekist að endurtaka leikinn og komast aftur í úrslitaeinvígið árið eftir fyrr en nú.



Tímabilin eftir úrslitaeinvígin hjá KR-ingum:

1990 - Íslandsmeistari

Íslandsmeistari eftir 3-0 sigur á Keflavík

(tapaði 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1989)

1999 - 8 liða úrslit

2-0 tap fyrir Grindavík í 8 liða úrslitum

(tapaði 3-0 á móti Njarðvík í lokaúrslitunum 1998)

2001 - Undanúrslit

3-0 tap fyrir Njarðvík í undanúrslitum

(vann Grindavík 3-1 í lokaúrslitunum 2000)

2008 - 8 liða úrslit

2-1 tap fyrir ÍR í 8 liða úrslitum

(vann Njarðvík 3-1 í lokaúrslitunum 2007)

2010 - Undanúrslit

3-2 tap fyrir Snæfelli í undanúrslitunum

(vann Grindavík 3-2 í lokaúrslitunum 2009)

2012 - Undanúrslit

3-1 tap fyrir Þór í undanúrslitunum

(vann Stjörnuna 3-1 í lokaúrslitunum 2011)

2015 - Lokaúrslit

Framundan eru leikir við Tindastól í lokaúrslitum

(vann Grindavík 3-1 í lokaúrslitunum 2014)


Tengdar fréttir

Brynjar hefur ekki tapað á móti Stólunum í vetur

Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar KR tekur á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×