Körfubolti

Óbreytt landslag í körfunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik KR og Tindastóls í vetur.
Úr leik KR og Tindastóls í vetur. vísir/valli
Það verður óbreytt landslag í körfuboltanum á Íslandi á næstu leiktíð, en kosið var um hversu marga útlendinga liðin mættu vera með á næstu leiktíð á ársþingi KKÍ fyrr í dag.

Keflavík, Höttur og KFÍ á Ísafirði sendu inn tillögu um að breyta landsliginu í körfunni. Tillaga Keflavík og Hattar var svipuð. Þau vildu bæði leyfa tvo erlenda leikmenn inni á vellinum.

Afgerandi meirihluti kaus gegn tillögunum og varð lokaniðurstaðan að 4+1 reglan myndi standa sem þýðir að liðin mega vera með einn erlendan leikmann inni á vellinum í einu. 73 kusu með 4+1, en 38 á móti.

Málin voru rædd vel og lengi og þetta varð niðurstaða. Ársþingingu lýkur í dag, en nánar verður fjallað um þingið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×