Pavel: Þetta var meiðslatitilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2015 08:00 Pavel ásamt Hannesi Jónssyni og Guðbjörgu Norðfjörð, formanni og varaformanni KKÍ. vísir/valli „Þetta er mikill heiður og frábært að ljúka tímabilinu á að fá svona viðurkenningu,“ sagði Pavel Ermonlinskij, besti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið eftir lokahóf KKÍ í gær. Þetta er í annað sinn sem Pavel er valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar en hann fékk einnig þessi verðlaun 2011. Þá varð KR Íslands- og bikarmeistari en í ár tapaði liðið bikarúrslitaleiknum en varð hins vegar Íslandsmeistari annað árið í röð. Pavel vildi samt ítreka mikilvægi liðsheildarinnar í KR-liðinu: „Ég veit ekki hvernig þeir völdu einhvern einn úr þessu liði. Þeir notuðu örugglega úllendúllendoff-aðferðina. Ég reiði mig mikið á liðsfélaga mína og sem betur fer er ég með góða samherja sem láta mig líta vel út.“Pavel ásamt samherjum sínum, Helga Má Magnússyni og Darra Hilmarssyni. Helgi var í liði ársins og Darri var valinn besti varnarmaðurinn, auk þess sem hann fékk prúðmennskuverðlaunin.vísir/valliPavel sagði að tímabilið í ár hafi verið erfitt en leikstjórnandinn var talsvert meiddur í vetur og missti af þeim sökum af sjö leikjum í deildinni. Þrátt fyrir það náði hann þeim einstaka árangri að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik; 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar. Sem kunnugt er meiddist Pavel í 4. leikhluta í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni en leikur KR hrundi eftir að hann fór út af. Hann vill ekki meina að tapið í úrslitaleiknum hafi hvatt KR-inga enn frekar til dáða í að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Ég myndi ekki segja það. Alls ekki. Þetta var ekkert spark í rassinn. Það var slæmt að tapa leiknum en við litum ekki svo á að við hefðum hent þessu frá okkur og allt væri hræðilegt. Þetta var einn leikur og því miður var hann mjög mikilvægur,“ sagði Pavel. KR-ingar fóru erfiða leið í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Í átta-liða úrslitunum slógu Vesturbæingar út sterkt lið Grindavíkur og í undanúrslitum biðu þeirra leikir við Njarðvík. Sú sería var frábær og þá sér í lagi oddaleikur liðanna í DHL-höllinni þar sem KR hafði betur eftir tvær framlengingar, 102-94. Í úrslitarimmunni hafði KR svo betur gegn Tindastól, 3-1. „Þetta var frábær úrslitakeppni og það var leiðinlegt að koma svona seint inn í þetta. Strákarnir stóðu sig frábærlega gegn Grindavík sem var mögulega erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið á þessu stigi,“ sagði Pavel sem missti nær algjörlega af Grindavíkurleikjunum og einnig fyrstu tveimur leikjunum gegn Njarðvík vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum.Pavel var með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í deildinni í vetur.vísir/valli„Njarðvíkurserían var eins og hún var. Það muna allir eftir henni og hún tók á. Tindastólsserían var taktískari og minna um tilfinningar en þar var spilaður mjög góður körfubolti,“ bætti Pavel við. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitillinn sem Pavel vinnur með KR en hann segir erfitt að gera upp á milli þeirra. „Það eru alltaf einhverjar sögur sem fylgja hverjum titli. Þetta var meiðslatitillinn,“ sagði Pavel sem fær ekki langt sumarfrí en framundan er stærsta verkefni í sögu íslenska landsliðsins, Evrópumótið í körfubolta sem Ísland tryggði sig inn á í fyrrasumar. „Núna fer maður að einbeita sér að landsliðinu. Það eru margir um hituna og hörð barátta um sæti í hópnum,“ sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
„Þetta er mikill heiður og frábært að ljúka tímabilinu á að fá svona viðurkenningu,“ sagði Pavel Ermonlinskij, besti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið eftir lokahóf KKÍ í gær. Þetta er í annað sinn sem Pavel er valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar en hann fékk einnig þessi verðlaun 2011. Þá varð KR Íslands- og bikarmeistari en í ár tapaði liðið bikarúrslitaleiknum en varð hins vegar Íslandsmeistari annað árið í röð. Pavel vildi samt ítreka mikilvægi liðsheildarinnar í KR-liðinu: „Ég veit ekki hvernig þeir völdu einhvern einn úr þessu liði. Þeir notuðu örugglega úllendúllendoff-aðferðina. Ég reiði mig mikið á liðsfélaga mína og sem betur fer er ég með góða samherja sem láta mig líta vel út.“Pavel ásamt samherjum sínum, Helga Má Magnússyni og Darra Hilmarssyni. Helgi var í liði ársins og Darri var valinn besti varnarmaðurinn, auk þess sem hann fékk prúðmennskuverðlaunin.vísir/valliPavel sagði að tímabilið í ár hafi verið erfitt en leikstjórnandinn var talsvert meiddur í vetur og missti af þeim sökum af sjö leikjum í deildinni. Þrátt fyrir það náði hann þeim einstaka árangri að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik; 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar. Sem kunnugt er meiddist Pavel í 4. leikhluta í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni en leikur KR hrundi eftir að hann fór út af. Hann vill ekki meina að tapið í úrslitaleiknum hafi hvatt KR-inga enn frekar til dáða í að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Ég myndi ekki segja það. Alls ekki. Þetta var ekkert spark í rassinn. Það var slæmt að tapa leiknum en við litum ekki svo á að við hefðum hent þessu frá okkur og allt væri hræðilegt. Þetta var einn leikur og því miður var hann mjög mikilvægur,“ sagði Pavel. KR-ingar fóru erfiða leið í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Í átta-liða úrslitunum slógu Vesturbæingar út sterkt lið Grindavíkur og í undanúrslitum biðu þeirra leikir við Njarðvík. Sú sería var frábær og þá sér í lagi oddaleikur liðanna í DHL-höllinni þar sem KR hafði betur eftir tvær framlengingar, 102-94. Í úrslitarimmunni hafði KR svo betur gegn Tindastól, 3-1. „Þetta var frábær úrslitakeppni og það var leiðinlegt að koma svona seint inn í þetta. Strákarnir stóðu sig frábærlega gegn Grindavík sem var mögulega erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið á þessu stigi,“ sagði Pavel sem missti nær algjörlega af Grindavíkurleikjunum og einnig fyrstu tveimur leikjunum gegn Njarðvík vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum.Pavel var með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í deildinni í vetur.vísir/valli„Njarðvíkurserían var eins og hún var. Það muna allir eftir henni og hún tók á. Tindastólsserían var taktískari og minna um tilfinningar en þar var spilaður mjög góður körfubolti,“ bætti Pavel við. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitillinn sem Pavel vinnur með KR en hann segir erfitt að gera upp á milli þeirra. „Það eru alltaf einhverjar sögur sem fylgja hverjum titli. Þetta var meiðslatitillinn,“ sagði Pavel sem fær ekki langt sumarfrí en framundan er stærsta verkefni í sögu íslenska landsliðsins, Evrópumótið í körfubolta sem Ísland tryggði sig inn á í fyrrasumar. „Núna fer maður að einbeita sér að landsliðinu. Það eru margir um hituna og hörð barátta um sæti í hópnum,“ sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20
Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43
Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30
Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli