Guðný þarf að hætta 26 ára gömul | Sendi tilfinningaþrungið bréf á liðsfélagana Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 07:27 Guðný Björk leggur skóna á hilluna 26 ára. vísir/getty Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet. Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í fótbolta, er hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. Guðný hefur alla tíð verið ævintýralega óheppin með meiðsli og slitið krossband í hné fjórum sinnum. Þessi mikli stríðsmaður hefur þó alltaf snúið til baka. Hún gerði það enn eina ferðina á þessu tímabili og byrjaði frábærlega. Guðný skoraði eina mark Kristianstad í 1-0 sigri á Umeå í fyrstu umferðinni og þá var allt í góðu. Fyrir annan leikinn gegn Linköping fékk Guðný Björk högg á hnéð í upphitun en ákvað að spila leikinn engu að síður. Í leiknum fékk hún annað högg á hnéð sem varð til þess að hún þurfti að fara í aðgerð. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Kristianstadbladet um ákvörðun Guðnýjar, en í aðgerðinni þurfti að færa málmplötu sem hafði færst til í hné leikmannsins. Hún átti að vera frá í tvær til fjórar vikur, en svo var ekki. Guðný neyðist nú til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gömul með 40 landsleiki að baki. „Ég var svo stressuð fyrir síðustu aðgerðina að nóttina fyrir íhugaði ég að hætta. Mér fannst ég get ekki geta sagt öllum hvað ég væri að hugsa þannig ég sendi Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara] og liðsfélögum mínum bréf þar sem ég útskýrði hvernig mér líður og hvernig ég hefði upplifað öll þessi meiðsli,“ segir Guðný Björk. Guðný lét fylgja með að Kristianstad væri frjálst að birta bréfið. Það hefur Kristianstadbladet gert og má lesa það í heild sinni á sænsku hér. „Þetta er það flottasta sem ég hef nokkru sinni lesið,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. Hún segir gærdaginn þegar Guðný kvaddi liðsfélaga sína hafa verið erfiðan. „Það var tilfinningaþrungin stund þegar Guðný hitti liðið. Það féllu mörg tár enda er þetta erfiður tími fyrir okkur. Við munum spila fyrir Guðnýju gegn AIK á laugardaginn,“ sagði Elísabet.
Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira