Meistari Messi afgreiddi Bæjara í 3-0 sigri | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2015 16:52 Lionel Messi fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messi skoraði tvö fyrstu mörkin með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Neymar sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Lionel Messi tók um leið markametið af Cristiano Ronaldo en Messi hefur nú aftur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar eða 77 mörk. Messi er líka markahæstur á þessu tímabili í Meistaradeildinni með tíu mörk. Mörkin frá Messi, sem komu á 77. og 80. mínútu, voru enn eitt dæmi um hversu góður Argentínumaðurinn er í fótbolta eða hreinlega óstöðvandi þegar hann varnarmenn andstæðinganna missa hann á ferðina. Það er hinsvegar mark Neymar í uppbótartíma sem fór langt með að gera út um einvígið því Bæjarar þurfa nú að vinna upp þriggja marka forskot í seinni leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, kom mörgum á óvart með því að byrja með þriggja manna vörn en varð síðan að kalla fjórða manninn í vörnina eftir eftir að Bayern-vörnin hafði opnast hvað eftir annað á upphafsmínútunum. Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir markaleysið buðu liðin upp á mjög fínan leik þar sem hraðinn var mikill áhorfendum til mikillar skemmtunar. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sýndi snilli sína í hálfleiknum og þá sérstaklega þegar hann varði frá bæði Luis Suárez og Dani Alves. Suárez fékk sem dæmi algjört dauðafæri á 14. mínútu en Neuer "skildi" aðra löppina eftir og varði frá honum. Robert Lewandowski fékk eitt allra besta færi leiksins á 18. mínútu eftir frábæran undirbúning Thomas Müller en hitti hreinlega ekki boltann fyrir opnu marki. Þetta var algjört dauðafæri og mark þarna hefði breytt miklu fyrir Bæjara. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Bæjarar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en svo tók við góður kafli heimamanna í Barcelona þar sem bæði Lionel Messi og Neymar fengu færi. Lionel Messi tók síðan þrjár mínútur í að afgreiða þýsku meistarana með tveimur snildarmörkum þar sem hann sýndi enn á ný hæfileika sína á stóra sviðinu. Messi braut ísinn á 77. mínútu. Dani Alves vann þá boltann af Juan Bernat, gaf hann á Lionel Messi sem var fljótur að ná frábæru óverjandi skoti fyrir Manuel Neuer. Lionel Messi var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann labbaði í gegnum vörn Bayern áður en hann lyfti boltanum yfir markvörðinn Manuel Neuer. Messi spilaði síðan Neymar í gegn í uppbótartíma og Brasilíumaðurinn skoraði af yfirvegun og gerði nánast út um þetta undanúrslitaeinvígi. Bæjarar eiga afar erfitt verkefni í seinni leiknum en þeir geta þakkað markverði sínum Manuel Neuer að tapið var ekki enn stærra. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messi skoraði tvö fyrstu mörkin með þriggja mínútna millibili í seinni hálfleik og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Neymar sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Lionel Messi tók um leið markametið af Cristiano Ronaldo en Messi hefur nú aftur skorað mest allra í sögu Meistaradeildarinnar eða 77 mörk. Messi er líka markahæstur á þessu tímabili í Meistaradeildinni með tíu mörk. Mörkin frá Messi, sem komu á 77. og 80. mínútu, voru enn eitt dæmi um hversu góður Argentínumaðurinn er í fótbolta eða hreinlega óstöðvandi þegar hann varnarmenn andstæðinganna missa hann á ferðina. Það er hinsvegar mark Neymar í uppbótartíma sem fór langt með að gera út um einvígið því Bæjarar þurfa nú að vinna upp þriggja marka forskot í seinni leiknum. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, kom mörgum á óvart með því að byrja með þriggja manna vörn en varð síðan að kalla fjórða manninn í vörnina eftir eftir að Bayern-vörnin hafði opnast hvað eftir annað á upphafsmínútunum. Það var mikið fjör í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir markaleysið buðu liðin upp á mjög fínan leik þar sem hraðinn var mikill áhorfendum til mikillar skemmtunar. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, sýndi snilli sína í hálfleiknum og þá sérstaklega þegar hann varði frá bæði Luis Suárez og Dani Alves. Suárez fékk sem dæmi algjört dauðafæri á 14. mínútu en Neuer "skildi" aðra löppina eftir og varði frá honum. Robert Lewandowski fékk eitt allra besta færi leiksins á 18. mínútu eftir frábæran undirbúning Thomas Müller en hitti hreinlega ekki boltann fyrir opnu marki. Þetta var algjört dauðafæri og mark þarna hefði breytt miklu fyrir Bæjara. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum. Bæjarar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en svo tók við góður kafli heimamanna í Barcelona þar sem bæði Lionel Messi og Neymar fengu færi. Lionel Messi tók síðan þrjár mínútur í að afgreiða þýsku meistarana með tveimur snildarmörkum þar sem hann sýndi enn á ný hæfileika sína á stóra sviðinu. Messi braut ísinn á 77. mínútu. Dani Alves vann þá boltann af Juan Bernat, gaf hann á Lionel Messi sem var fljótur að ná frábæru óverjandi skoti fyrir Manuel Neuer. Lionel Messi var síðan aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann labbaði í gegnum vörn Bayern áður en hann lyfti boltanum yfir markvörðinn Manuel Neuer. Messi spilaði síðan Neymar í gegn í uppbótartíma og Brasilíumaðurinn skoraði af yfirvegun og gerði nánast út um þetta undanúrslitaeinvígi. Bæjarar eiga afar erfitt verkefni í seinni leiknum en þeir geta þakkað markverði sínum Manuel Neuer að tapið var ekki enn stærra.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira