Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 12:32 Í símtali sem saksóknari hleraði sagði Bjarki að Hreiðar Már byggist við því að fara í fangelsi. Vísir/Pjetur Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira