„Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2015 15:36 Helgi Hrafn Gunnarsson á þingi. „Það vekur tortryggni, við megum ekki við mikið meira af henni,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, við umræður um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu. Gagnrýndi hann harðlega að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi ákveðið að afgreiða málið með þremur orðið: Málinu er lokið. „Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið,“ sagði Helgi Hrafn og sagði of marga lausa enda standa eftir sem hann óttast að muni vera lausir það sem eftir er af stjórnmálasögu Íslands.Brynjar NíelssonYrðu þá ummæli fjármálaráðherra rannsökuð? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, sagði nefndina ekki geta sett sig í dómarasæti í málinu og metið hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi sagt þinginu ósatt þegar hún var spurð út í lekamálið. Sagði hann ekki hægt að meta hvort hún hafi sagt satt og rétt frá út frá þeim upplýsingum sem hún bjó yfir á sínum tíma. Hann sagði að ef fara ætti með málið lengra þyrfti að fá óháða aðila til að framkvæma rannsókn á því og það myndi setja fordæmi sem ekki sæi fyrir endann á. Hann nefndi til að mynda að fjölmargir hefðu komið að máli við hann og spurt hvort ekki ætti að rannsaka ummæli fjármálaráðherra frá síðasta kjörtímabili sem sagður er hafa greint þinginu rangt frá stöðunni í samningaviðræðum ríkisins við kröfuhafa. Hann sagði málinu hafa lokið með dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis og þar við sitji.Alþingi má ekki við meiri tortryggni Helgi Hrafn sagði að ef það væri mat Brynjars að hefja þyrfti rannsókn vegna ósannsögli ráðherra þá yrði einfaldlega að gera það. Alþingi mætti ekki við meiri tortryggni en lekamálið hefur nú þegar skapað. Hann sagði að draga yrði lærdóm af málinu og ef því væri lokið eins og meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar heldur fram þá sé lærdómurinn af lekamálinu að þjóðinni beri að tortryggja kerfið sem hún á að treysta. Sagði hann alvarleg mistök hafa verið gert við hvert fótmál, lekinn, innri athugun rekstrarfélags stjórnarráðsins, ósamræmi dómskjala við fullyrðingar ráðherra og samskipti ráðherra við lögreglustjóra. Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53 Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
„Það vekur tortryggni, við megum ekki við mikið meira af henni,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, við umræður um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu. Gagnrýndi hann harðlega að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi ákveðið að afgreiða málið með þremur orðið: Málinu er lokið. „Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið,“ sagði Helgi Hrafn og sagði of marga lausa enda standa eftir sem hann óttast að muni vera lausir það sem eftir er af stjórnmálasögu Íslands.Brynjar NíelssonYrðu þá ummæli fjármálaráðherra rannsökuð? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, sagði nefndina ekki geta sett sig í dómarasæti í málinu og metið hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi sagt þinginu ósatt þegar hún var spurð út í lekamálið. Sagði hann ekki hægt að meta hvort hún hafi sagt satt og rétt frá út frá þeim upplýsingum sem hún bjó yfir á sínum tíma. Hann sagði að ef fara ætti með málið lengra þyrfti að fá óháða aðila til að framkvæma rannsókn á því og það myndi setja fordæmi sem ekki sæi fyrir endann á. Hann nefndi til að mynda að fjölmargir hefðu komið að máli við hann og spurt hvort ekki ætti að rannsaka ummæli fjármálaráðherra frá síðasta kjörtímabili sem sagður er hafa greint þinginu rangt frá stöðunni í samningaviðræðum ríkisins við kröfuhafa. Hann sagði málinu hafa lokið með dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis og þar við sitji.Alþingi má ekki við meiri tortryggni Helgi Hrafn sagði að ef það væri mat Brynjars að hefja þyrfti rannsókn vegna ósannsögli ráðherra þá yrði einfaldlega að gera það. Alþingi mætti ekki við meiri tortryggni en lekamálið hefur nú þegar skapað. Hann sagði að draga yrði lærdóm af málinu og ef því væri lokið eins og meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar heldur fram þá sé lærdómurinn af lekamálinu að þjóðinni beri að tortryggja kerfið sem hún á að treysta. Sagði hann alvarleg mistök hafa verið gert við hvert fótmál, lekinn, innri athugun rekstrarfélags stjórnarráðsins, ósamræmi dómskjala við fullyrðingar ráðherra og samskipti ráðherra við lögreglustjóra.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53 Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12
Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29
„Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02
Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53
Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09