Sigmundur Davíð: Lausnin fólgin í samstöðu verkalýðsfélaga Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. maí 2015 19:30 Ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði á verðbólgubál með inngripi inn í kjaraviðræður sem tryggi þær krónutöluhækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á, heldur stuðla að áframhaldandi verðmætasköpun ef aðilar vinnumarkaðarins ná saman um skynsamlega kjarasamninga. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu. Uppnám er á fasteignamarkaði þar sem ekki hefur verið hægt að þinglýsa skjölum vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumannsembættum, læknismeðferðir krabbameinssjúkra á Landspítalanum hafa raskast alvarlega vegna verkfalls geislafræðinga og kjötskortur er í verslunum vegna verkfalls dýralækna. Til dæmis var enginn ferskur kjúklingur í mörgum verslunum um helgina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna var málshefjandi í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði á Alþingi í dag. „Er ætlunin að ríkið skili auðu í þessari deilu þótt yfir standi verkfallsaðgerðir, svo umfangsmiklar að jafnmiklar höfum við ekki séð áratugum saman sem munu bitna bæði á almenningi og atvinnulífinu?“ spurði Katrín.Ríkisstjórnin mun ekki kynda undir verðbólgubálið „Ef atvinnurekendur og launþegar semja á þann hátt að það ógni ekki efnahagslífi þjóðarinnar, ýti undir verðbólgu og vegi að velferð í landinu, þá mun ríkisstjórnin geta lagt ýmislegt þar til málanna til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. En ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði eða spreki á verðbólgubál ef að menn, í stað þess að nýta tækifærin sem þeir standa frammi fyrir, gera verðbólgusamninga,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að verkföllin komi upp við ótrúlega óvenjulegar aðstæður og vísar þar til kaupmáttaraukningar, hagvaxtar, verðmætasköpunar, lítils ójöfnuðar og lítillar verðbólgu hér á landi.Krabbameinsmeðferðir hafa tafist vegna verkfalls geislafræðinga, það er uppnám á fasteignamarkaði og kjötskortur í verslunum. Hversu vond þarf staðan að verða svo ríkisstjórnin komi með inngrip áður en aðilar vinnumarkaðarins ná saman? „Inngrip ríkisstjórnarinnar áður en aðilar vinnumarkaðrins ná saman væri ekki til þess fallið að leysa málin því menn stæðu ennþá eftir með ógerða kjarasamninga. Hins vegar væri þá tryggt, eða nánast tryggt, að afleiðingin þegar aðilar næðu loksins saman yrði sú að verðbólgan færi á fullan skrið og menn myndu þurfa aftur að setjast að samningaborðinu við enn erfiðari aðstæður. (...) Lausnin hlýtur að felast í því að stéttarfélögin, fulltrúar launþega, nái saman þannig að þeir finni út úr málum sín á milli og finni út hvernig er hægt að skipta þessum ávinningi á sanngjarnan hátt og komi svo sameinaðir til borðsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2.Formaður SA vísar aðgerðaleysi á bug Samtök atvinnulífsins hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í ljósi þeirrar eldfimu stöðu sem er uppi á vinnumarkaði en Björgólfur Jóhannsson formaður samtakanna vísar þessu á bug í bréfi til aðildarfélaga SA í dag. Þar segir Björgólfur að SA hafi viðrað hugmyndir um þriggja ára kjarasamning með verulegri hækkun lágmarkstekjutryggingar svo lægstu laun dugi betur til lágmarksframfærslu. Þá hafi SA boðið verulega hlutfallshækkun launa ásamt sérstakri hækkun dagvinnulauna gegn því að samið yrði um aukinn sveigjanleika dagvinnutímabils og lækkun yfirvinnuálaga. Til samans hefðu þessar leiðir leitt til rúmlega 20% hækkunar dagvinnulauna á samningstímanum, að sögn Björgólfs. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16 Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00 Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30 „Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48 Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30 BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði á verðbólgubál með inngripi inn í kjaraviðræður sem tryggi þær krónutöluhækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur farið fram á, heldur stuðla að áframhaldandi verðmætasköpun ef aðilar vinnumarkaðarins ná saman um skynsamlega kjarasamninga. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu. Uppnám er á fasteignamarkaði þar sem ekki hefur verið hægt að þinglýsa skjölum vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumannsembættum, læknismeðferðir krabbameinssjúkra á Landspítalanum hafa raskast alvarlega vegna verkfalls geislafræðinga og kjötskortur er í verslunum vegna verkfalls dýralækna. Til dæmis var enginn ferskur kjúklingur í mörgum verslunum um helgina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna var málshefjandi í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði á Alþingi í dag. „Er ætlunin að ríkið skili auðu í þessari deilu þótt yfir standi verkfallsaðgerðir, svo umfangsmiklar að jafnmiklar höfum við ekki séð áratugum saman sem munu bitna bæði á almenningi og atvinnulífinu?“ spurði Katrín.Ríkisstjórnin mun ekki kynda undir verðbólgubálið „Ef atvinnurekendur og launþegar semja á þann hátt að það ógni ekki efnahagslífi þjóðarinnar, ýti undir verðbólgu og vegi að velferð í landinu, þá mun ríkisstjórnin geta lagt ýmislegt þar til málanna til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. En ríkisstjórnin mun ekki kasta eldiviði eða spreki á verðbólgubál ef að menn, í stað þess að nýta tækifærin sem þeir standa frammi fyrir, gera verðbólgusamninga,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að verkföllin komi upp við ótrúlega óvenjulegar aðstæður og vísar þar til kaupmáttaraukningar, hagvaxtar, verðmætasköpunar, lítils ójöfnuðar og lítillar verðbólgu hér á landi.Krabbameinsmeðferðir hafa tafist vegna verkfalls geislafræðinga, það er uppnám á fasteignamarkaði og kjötskortur í verslunum. Hversu vond þarf staðan að verða svo ríkisstjórnin komi með inngrip áður en aðilar vinnumarkaðarins ná saman? „Inngrip ríkisstjórnarinnar áður en aðilar vinnumarkaðrins ná saman væri ekki til þess fallið að leysa málin því menn stæðu ennþá eftir með ógerða kjarasamninga. Hins vegar væri þá tryggt, eða nánast tryggt, að afleiðingin þegar aðilar næðu loksins saman yrði sú að verðbólgan færi á fullan skrið og menn myndu þurfa aftur að setjast að samningaborðinu við enn erfiðari aðstæður. (...) Lausnin hlýtur að felast í því að stéttarfélögin, fulltrúar launþega, nái saman þannig að þeir finni út úr málum sín á milli og finni út hvernig er hægt að skipta þessum ávinningi á sanngjarnan hátt og komi svo sameinaðir til borðsins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2.Formaður SA vísar aðgerðaleysi á bug Samtök atvinnulífsins hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í ljósi þeirrar eldfimu stöðu sem er uppi á vinnumarkaði en Björgólfur Jóhannsson formaður samtakanna vísar þessu á bug í bréfi til aðildarfélaga SA í dag. Þar segir Björgólfur að SA hafi viðrað hugmyndir um þriggja ára kjarasamning með verulegri hækkun lágmarkstekjutryggingar svo lægstu laun dugi betur til lágmarksframfærslu. Þá hafi SA boðið verulega hlutfallshækkun launa ásamt sérstakri hækkun dagvinnulauna gegn því að samið yrði um aukinn sveigjanleika dagvinnutímabils og lækkun yfirvinnuálaga. Til samans hefðu þessar leiðir leitt til rúmlega 20% hækkunar dagvinnulauna á samningstímanum, að sögn Björgólfs.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16 Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00 Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30 „Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48 Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30 BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Formaður VR óttast lög á verkfallið Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera. 3. maí 2015 13:16
Ísland verður vandræðaland Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu. 29. apríl 2015 07:00
Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Ríkissáttasemjari segir stöðuna í kjaraviðræðunum grafalvarlega. Ef ekki semst á næstum vikum gætu um 100 þúsund manns farið í verkfall. 30. apríl 2015 20:30
„Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. 29. apríl 2015 07:48
Vill að ríkisstjórnin greiði fyrir lausn fremur en að herða hnútinn „Ég eins og aðrir hef auðvitað þungar áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði.“ 3. maí 2015 19:30
BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Fátt virðist geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. 3. maí 2015 19:30
Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13