Treystum norræna módelið Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 4. maí 2015 14:52 Þegar við lítum til okkar helstu samanburðarlanda, innan og utan Evrópu er ástæða til að trúa því að við höfum það gott hér á Norðurlöndum og getum verið stolt. Norræna módelið hefur reynst vera ein besta samfélagsgerð í heimi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og er helst að þakka sterkri hreyfingu launafólks, jafnaðarflokkum og mikilvægu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins í gegnum þríhliða samstarf og samninga. Norrænn vinnumarkaður veitir atvinnurekendum mikinn sveigjanleika og á sama tíma veitir hann launafólki mikið starfsöryggi, tekjutryggingu og sanngjörn vinnuskilyrði. Það er einmitt vegna mikils sveigjanleika að atvinnurekendur þora að ráða fleira fólk. Þess vegna er módelið okkar stundum kallað „norræna súpermódelið“.Stórar áskoranir En norræna módelið stendur einnig frammi fyrir stórum áskorunum, m.a. vegna félagslegra undirboða á launum og vinnuskilyrðum. Þess vegna er nauðsynlegt á næstu árum að samræma reglur á vinnumarkaði Evrópu og Norðurlandanna og styrkja norræna módelið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar félagslegs undirboðs. Á sama tíma hafa Norðurlöndin ekki nýtt alla möguleika sína, sérstaklega þegar kemur að vinnumarkaðnum. Daglega koma upp tilfelli þar sem Norðurlandabúar mæta hindrunum vegna óskýrra og ólíkra regla þegar þeir fara yfir landamærin. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að skapa gott samstarf á Norðurlöndum og auka þannig hreyfingu vinnuafls milli landanna okkar. Það er kominn tími til að finna varanlegar lausnir til að Norðurlöndin verði einn vinnumarkaður, minnka svokallaðan kerfisbundna mun og skapa möguleika á kraftmeiri og stærri sameiginlegum vinnumarkaði.Við veljum norræna módelið Það er pólitískt val í hvaða átt við ætlum að færa samfélag okkar og á næstu árum þurfum við að velja hvort norrænu löndin verja og styrkja norræna módelið og halda áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið á síðustu hundrað ár, eða að yfirgefa norræna módelið. Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti, grænan vöxt og atvinnu fyrir alla eða viljum við ójöfnuð og meira frelsi fyrir fyrirtæki til þess að stunda félagsleg undirboð og nýta ódýrt vinnuafl þvert á landamæri? Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði eru ekki í vafa, við viljum verja og treysta norræna módelið í samstarfi við hreyfingu launafólks. Það höfum við gert með Sørmarkayfirlýsingu norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfingar og í starfi okkar í Norðurlandaráði. Við munum m.a. ræða ofangreind málefni og mörg önnur á ráðstefnu sem Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði ásamt hugmyndasmiðjunni Cevea, þingflokki jafnaðarmanna í Evrópuþinginu og NFS – Norrænu launþegahreyfingunum, halda danska þinginu í Kaupmannahöfn í dag 4. maí.Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði:Marit Nybakk, formaður, NoregiKarin Gaardsted, DanmörkPhia Andersson, SvíþjóðTuula Peltonen, FinnlandGuðbjartur Hannesson, Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við lítum til okkar helstu samanburðarlanda, innan og utan Evrópu er ástæða til að trúa því að við höfum það gott hér á Norðurlöndum og getum verið stolt. Norræna módelið hefur reynst vera ein besta samfélagsgerð í heimi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og er helst að þakka sterkri hreyfingu launafólks, jafnaðarflokkum og mikilvægu samstarfi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins í gegnum þríhliða samstarf og samninga. Norrænn vinnumarkaður veitir atvinnurekendum mikinn sveigjanleika og á sama tíma veitir hann launafólki mikið starfsöryggi, tekjutryggingu og sanngjörn vinnuskilyrði. Það er einmitt vegna mikils sveigjanleika að atvinnurekendur þora að ráða fleira fólk. Þess vegna er módelið okkar stundum kallað „norræna súpermódelið“.Stórar áskoranir En norræna módelið stendur einnig frammi fyrir stórum áskorunum, m.a. vegna félagslegra undirboða á launum og vinnuskilyrðum. Þess vegna er nauðsynlegt á næstu árum að samræma reglur á vinnumarkaði Evrópu og Norðurlandanna og styrkja norræna módelið til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar félagslegs undirboðs. Á sama tíma hafa Norðurlöndin ekki nýtt alla möguleika sína, sérstaklega þegar kemur að vinnumarkaðnum. Daglega koma upp tilfelli þar sem Norðurlandabúar mæta hindrunum vegna óskýrra og ólíkra regla þegar þeir fara yfir landamærin. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að skapa gott samstarf á Norðurlöndum og auka þannig hreyfingu vinnuafls milli landanna okkar. Það er kominn tími til að finna varanlegar lausnir til að Norðurlöndin verði einn vinnumarkaður, minnka svokallaðan kerfisbundna mun og skapa möguleika á kraftmeiri og stærri sameiginlegum vinnumarkaði.Við veljum norræna módelið Það er pólitískt val í hvaða átt við ætlum að færa samfélag okkar og á næstu árum þurfum við að velja hvort norrænu löndin verja og styrkja norræna módelið og halda áfram á þeirri góðu braut sem við höfum verið á síðustu hundrað ár, eða að yfirgefa norræna módelið. Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti, grænan vöxt og atvinnu fyrir alla eða viljum við ójöfnuð og meira frelsi fyrir fyrirtæki til þess að stunda félagsleg undirboð og nýta ódýrt vinnuafl þvert á landamæri? Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði eru ekki í vafa, við viljum verja og treysta norræna módelið í samstarfi við hreyfingu launafólks. Það höfum við gert með Sørmarkayfirlýsingu norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfingar og í starfi okkar í Norðurlandaráði. Við munum m.a. ræða ofangreind málefni og mörg önnur á ráðstefnu sem Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði ásamt hugmyndasmiðjunni Cevea, þingflokki jafnaðarmanna í Evrópuþinginu og NFS – Norrænu launþegahreyfingunum, halda danska þinginu í Kaupmannahöfn í dag 4. maí.Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði:Marit Nybakk, formaður, NoregiKarin Gaardsted, DanmörkPhia Andersson, SvíþjóðTuula Peltonen, FinnlandGuðbjartur Hannesson, Ísland
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun