Leiknismenn skoruðu fyrstu mörkin á 8. og 13. mínútu og það þriðja á 71. mínútu, en Valsmenn fengu ekki færi gegn sterkum og skipulögðum Breiðhyltingum.
Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Leiknir 3-0 | Draumabyrjun Leiknis í efstu deild
Sigurinn í gærkvöldi er einn sá flottasti hjá nýliðum í fyrstu umferð, en aðeins Leiftur og Fylkir gerðu betur fyrir tveimur áratugum þegar þau komu upp um deild.
Leiftur vann Fram á útivelli, 4-0, í fyrstu umferðinni 1995 og ári síðar gersigraði Fylkir lið Breiðabliks í Kópavoginum, 6-1.
Þetta eru jafnframt stærstu sigrar nýliða á útivelli í fyrstu umferð síðustu 30 árin, en sigrar Leiknis á Val og Fjölnis á Þrótti 2008 eru næststærstu sigrar nýliða á útivelli undanfarna þrjá áratugi.
Leiknir mætir ÍA næst í fyrsta heimaleik félagsins í efstu deild, en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 næstkomandi mánudag.
Fyrstu mörk Leiknis í efstu deild:
Stærstu sigrar nýliða í fyrsta leik síðustu 30 árin:
6-1 Fylkir á Breiðabliki 1996
4-0 Leiftur á Fram 1995
3-0 Skallagrímur á Leiftri 1997
3-0 Leiknir á Val 2015
3-0 Fjölnir á Víkingi 2014
3-0 Fjölnir á Þrótti 2008
3-1 Stjarnan á Grindavík 2009
3-1 Valur á Grindavík 2005
2-0 Breiðablik á Val 1999
2-0 Víkingur á Þór 2011
2-0 Stjarnan á Þór 1990
Stærstu sigrar nýliða á útivelli í fyrsta leik síðustu 30 árin:
6-1 Fylkir á Breiðabliki 1996
4-0 Leiftur á Fram 1995
3-0 Leiknir á Val 2015
3-0 Fjölnir á Þrótti 2008
2-0 Stjarnan á Þór 1990