Eiður Smári: Væri eins og ég skrifaði handritið sjálfur ljúki ég ferlinum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 08:30 Eiður Smári spilaði stórvel með Bolton. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, átti enn einn stórleikinn á Bretlandseyjum í gær, en að þessu sinni utan vallar. Eiður var fenginn sem sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Crystal Palace um helgina þar sem lærisveinar José Mourinho tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn. Eiður hefur áður verið sérfræðingur og Sky og fengið mikið lof fyrir. Eftir útsendinguna ræddi hann við Ed Chamberlain, íþróttafréttamann Sky Sports, um Chelsea-liðið og sinn eigin feril, en Eiður vann auðvitað tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea. „Tilfinning í kringum liðið er sú sama og þegar ég var hérna,“ sagði hann er hann horfði á sína fyrrverandi liðsfélaga fagna Englandsmeistaratitlinum. „Meira að segja sumir leikmannanna sem spiluðu þegar ég var hérna eru enn hluti af liðinu sem er frábært. Ég sé John Terry og Didier Drogba fagna. Svo er Petr Cech hérna og auðvitað José. Ég verð að viðurkenna þetta vekur upp gamlar og góðar minningar.“ „Þegar maður er að spila og maður er enn hjá félaginu áttar maður sig ekki á hvað þetta þýðir allt saman. Þegar maður yfirgefur félagið áttar maður sig á að það verður að halda í minningarnar,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári samdi við Bolton seint á síðasta ári og fór á kostum með liðinu í B-deildinni. Það vill semja við hann aftur. Dvöl hans hjá Bolton varð til þess að Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið, en hann skoraði í endurkomuleik sínum gegn Kasakstan í lok mars. „Ég gjörsamlega elska að vera kominn aftur. Ég sneri aftur fyrir mánuði síðan og það fékk mig til að átta mig á að maður fær bara einn fótboltaferil. Það er eins gott að njóta hans eins lengi og hægt er.“ „Ég er í líkamlega góðu standi og ekkert meiddur. Á meðan ég get stundað fótbolta ætla ég að gera það eins lengi og ég get.“Eiður Smári skoraði gegn Kasakstan.vísir/apEiður lofsamar íslenska landsliðið og segir það eina helstu ástæðu þess að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. „Það veitti mér mikla ánægju að snúa aftur í landsliðið og við erum í góðri stöðu með að tryggja okkur farseðilinn á EM. Það er gulrót fyrir mig til að halda áfram,“ segir Eiður Smári. „Við vorum svo nálægt því að komast á HM en töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu. Þetta er það eina ég á eftir að upplifa á mínum ferli.“ „Ísland hefur aldrei komist á stórmót þannig að vera hluti af því og enda ferilinn á þeim nótunum væri eins og ég hefði skrifað handritið sjálfur,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.listen to 'Super Sunday - Ed Chamberlin's audio blog' on audioBoom Enski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, átti enn einn stórleikinn á Bretlandseyjum í gær, en að þessu sinni utan vallar. Eiður var fenginn sem sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Crystal Palace um helgina þar sem lærisveinar José Mourinho tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn. Eiður hefur áður verið sérfræðingur og Sky og fengið mikið lof fyrir. Eftir útsendinguna ræddi hann við Ed Chamberlain, íþróttafréttamann Sky Sports, um Chelsea-liðið og sinn eigin feril, en Eiður vann auðvitað tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea. „Tilfinning í kringum liðið er sú sama og þegar ég var hérna,“ sagði hann er hann horfði á sína fyrrverandi liðsfélaga fagna Englandsmeistaratitlinum. „Meira að segja sumir leikmannanna sem spiluðu þegar ég var hérna eru enn hluti af liðinu sem er frábært. Ég sé John Terry og Didier Drogba fagna. Svo er Petr Cech hérna og auðvitað José. Ég verð að viðurkenna þetta vekur upp gamlar og góðar minningar.“ „Þegar maður er að spila og maður er enn hjá félaginu áttar maður sig ekki á hvað þetta þýðir allt saman. Þegar maður yfirgefur félagið áttar maður sig á að það verður að halda í minningarnar,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári samdi við Bolton seint á síðasta ári og fór á kostum með liðinu í B-deildinni. Það vill semja við hann aftur. Dvöl hans hjá Bolton varð til þess að Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið, en hann skoraði í endurkomuleik sínum gegn Kasakstan í lok mars. „Ég gjörsamlega elska að vera kominn aftur. Ég sneri aftur fyrir mánuði síðan og það fékk mig til að átta mig á að maður fær bara einn fótboltaferil. Það er eins gott að njóta hans eins lengi og hægt er.“ „Ég er í líkamlega góðu standi og ekkert meiddur. Á meðan ég get stundað fótbolta ætla ég að gera það eins lengi og ég get.“Eiður Smári skoraði gegn Kasakstan.vísir/apEiður lofsamar íslenska landsliðið og segir það eina helstu ástæðu þess að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. „Það veitti mér mikla ánægju að snúa aftur í landsliðið og við erum í góðri stöðu með að tryggja okkur farseðilinn á EM. Það er gulrót fyrir mig til að halda áfram,“ segir Eiður Smári. „Við vorum svo nálægt því að komast á HM en töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu. Þetta er það eina ég á eftir að upplifa á mínum ferli.“ „Ísland hefur aldrei komist á stórmót þannig að vera hluti af því og enda ferilinn á þeim nótunum væri eins og ég hefði skrifað handritið sjálfur,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.listen to 'Super Sunday - Ed Chamberlin's audio blog' on audioBoom
Enski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45
Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15