Eurovisionprinsessan okkar, María Ólafsdóttir hitti í morgun Þjóðverjann Bernd Korpasch, sem er líklega best þekktur sem Ég á líf kallinn. Korpasch, sem er einstaklega mikill Eurovisionaðdáandi hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn og er þess vegna gjarnan kallaður Ég á líf kallinn.
María birti mynd af sér með Korpasch á Facebook en Korpasch tók viðtal við Maríu í morgun.
„Hann var mjög almennilegur og við áttum gott spjall. Við hittumst líka eftir úrslitakvöldið á Íslandi því hann kom til Íslands til þess að geta verið viðstaddur úrslitin,“ segir María.
Korpasch lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. Þegar hann var að jafna sig heyrði hann lagið Ég á líf og fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. Í kjölfarið fékk hann titil lagsins flúraðan á sig en Eyþór Ingi Gunnlaugsson flutti lagið í Eurovisionkeppninni árið 2013.
Hann hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum.
