Vann Liverpool 6-1 á sunnudaginn og æfði með ÍBV í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 19:33 Marc Wilson er írskur landsliðsmaður og á 20 leiki fyrir Írland. vísir/getty Írski knattspyrnumaðurinn Marc Wilson, leikmaður Stoke í ensku úrvalsdeildinni og írska landsliðsins, æfði með ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. „Við erum að ganga frá samningi við hann,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, léttur í bragði við Vísi í kvöld. „Nei, nei. Hann er góður félagi Hemma Hreiðars og þeir voru saman í Vestmannaeyjum þannig ég bauð þeim að vera með á æfingunni,“ sagði Tryggvi. Markahrókurinn Tryggvi sá um æfingu Eyjaliðsins í dag og stillti upp í þrjú lið; Vestmannaeyingar, útlendingar og „aðkomupakk“ eins og hann grínaðist með sjálfur.„Erlendu leikmennirnir unnu enda fengu þeir helvíti góða sendingu þarna rétt fyrir æfingu í Wilson. Þetta er virkilega flottur gaur,“ segir Tryggvi. Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari ÍBV, var einnig með á æfingunni, en hann spilaði með Wilson í Portsmouth. „Ég setti Hemma í aðkomupakkið,“ sagði Tryggvi Guðmundsson og hló. Marc Wilson var 25 sinnum í byrjunarliði Stoke á nýyfirstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður í lokaleiknum þar sem Stoke niðurlægði Liverpool, 6-1. Sead Gavranovic, danskur framherji ÍBV, setti mynd af sigurliðinu á Facebook-síðu sína sem sjá má hér til hliðar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Sjá meira
Írski knattspyrnumaðurinn Marc Wilson, leikmaður Stoke í ensku úrvalsdeildinni og írska landsliðsins, æfði með ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. „Við erum að ganga frá samningi við hann,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, léttur í bragði við Vísi í kvöld. „Nei, nei. Hann er góður félagi Hemma Hreiðars og þeir voru saman í Vestmannaeyjum þannig ég bauð þeim að vera með á æfingunni,“ sagði Tryggvi. Markahrókurinn Tryggvi sá um æfingu Eyjaliðsins í dag og stillti upp í þrjú lið; Vestmannaeyingar, útlendingar og „aðkomupakk“ eins og hann grínaðist með sjálfur.„Erlendu leikmennirnir unnu enda fengu þeir helvíti góða sendingu þarna rétt fyrir æfingu í Wilson. Þetta er virkilega flottur gaur,“ segir Tryggvi. Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari ÍBV, var einnig með á æfingunni, en hann spilaði með Wilson í Portsmouth. „Ég setti Hemma í aðkomupakkið,“ sagði Tryggvi Guðmundsson og hló. Marc Wilson var 25 sinnum í byrjunarliði Stoke á nýyfirstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á sem varamaður í lokaleiknum þar sem Stoke niðurlægði Liverpool, 6-1. Sead Gavranovic, danskur framherji ÍBV, setti mynd af sigurliðinu á Facebook-síðu sína sem sjá má hér til hliðar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Sjá meira