Fótbolti

Messi slær enn eitt metið

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Messi er í góðu formi í MLS deildinni þessa stundina.
Messi er í góðu formi í MLS deildinni þessa stundina. Michael Owens/Getty

Lionel Messi sló enn eitt metið í nótt þegar Inter Miami vann Nashville 2-1 í MLS deildinni. Hann er sá eini í deildinni til að skora meira en eitt mark í fimm leikjum í röð.

Messi skoraði í sitthvorum hálfleiknum og með þessum mörkum jafnar hann markafjölda Sam Surridge. Báðir eru þeir með 16 mörk í deildinni, mest allra.

Messi er 38 ára gamall en það komu leikir inn á milli þessara fimm sem hann skoraði ekki en það var í HM félagsliða.

Messi tók þátt í öllum fjórum leikjum Inter Miami á mótinu en skoraði aðeins eitt mark. Miami er í fimmta sæti austurhluta MLS deildarinnar, fimm stigum á eftir toppsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×