Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2025 20:11 Heimir Guðjónsson var ánægður með ýmislegt í stórsigrinum á KA í dag. Vísir / Erni Eyjólfsson Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“ FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“
FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26