Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2025 20:11 Heimir Guðjónsson var ánægður með ýmislegt í stórsigrinum á KA í dag. Vísir / Erni Eyjólfsson Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“ FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“
FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26