Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 13:40 Michel Platini, forseti UEFA og Sepp Blatter. Vísir/Getty Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. Aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA en það kom í ljós á fundi fulltrúa evrópsku sambandanna í dag. „Ef herra Blatter vinnur þessar kosningar þá munu aðildarlönd UEFA hittast á fundi í Berlín til að ræða enn frekar samstarfið á milli UEFA og FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti FIFA frá því í júní 1998. Það er svart ský yfir FIFA því nú eru menn komnir með áþreifanlegar sannanir fyrir gríðarlegri spillingu meðal æðstu manna fótboltaheimsins. Platini var spurður um möguleikann á því að Evrópulöndin sniðgangi HM í Rússlandi 2018. „Við munum allavega halda fund þar sem við förum yfir alla möguleika," sagði Platini og bætti við: „Við getum ekki haldið áfram á þessari braut með FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter neitaði að segja af sér þegar Platini bað hann um það í dag og lét það líta þannig út að ástæðan væri hversu stutt væri í ársþingið sem hefst á morgun. „Ef Sepp heldur áfram þá þýðir það að hann hefur enn mikinn stuðning innan knattspyrnuheimsins," sagði Platini. Michel Platini telur sig vera viss um að jórdanski prinsinn Ali bin al Hussein hafi stuðning frá 53 Evrópulöndum en alls hafa 206 lönd atkvæðisrétt í forsetakosningunum og því þarf að fá stuðning frá löndum annarsstaðar í heiminum þar sem Blatter hefur staðið vel að vígi. Atburðir síðustu klukkutíma og sólarhringa hljóta samt að hrista upp í sumum þjóðum nú er þegar menn telja sig vera með sannanir fyrir áratuga langri spillingu innan FIFA. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira
Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. Aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA en það kom í ljós á fundi fulltrúa evrópsku sambandanna í dag. „Ef herra Blatter vinnur þessar kosningar þá munu aðildarlönd UEFA hittast á fundi í Berlín til að ræða enn frekar samstarfið á milli UEFA og FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti FIFA frá því í júní 1998. Það er svart ský yfir FIFA því nú eru menn komnir með áþreifanlegar sannanir fyrir gríðarlegri spillingu meðal æðstu manna fótboltaheimsins. Platini var spurður um möguleikann á því að Evrópulöndin sniðgangi HM í Rússlandi 2018. „Við munum allavega halda fund þar sem við förum yfir alla möguleika," sagði Platini og bætti við: „Við getum ekki haldið áfram á þessari braut með FIFA," sagði Platini. Sepp Blatter neitaði að segja af sér þegar Platini bað hann um það í dag og lét það líta þannig út að ástæðan væri hversu stutt væri í ársþingið sem hefst á morgun. „Ef Sepp heldur áfram þá þýðir það að hann hefur enn mikinn stuðning innan knattspyrnuheimsins," sagði Platini. Michel Platini telur sig vera viss um að jórdanski prinsinn Ali bin al Hussein hafi stuðning frá 53 Evrópulöndum en alls hafa 206 lönd atkvæðisrétt í forsetakosningunum og því þarf að fá stuðning frá löndum annarsstaðar í heiminum þar sem Blatter hefur staðið vel að vígi. Atburðir síðustu klukkutíma og sólarhringa hljóta samt að hrista upp í sumum þjóðum nú er þegar menn telja sig vera með sannanir fyrir áratuga langri spillingu innan FIFA.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sjá meira
UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00
Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13
Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00
Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32
Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52