Handbolti

Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron mætir sínum verðandi félögum í Veszprém.
Aron mætir sínum verðandi félögum í Veszprém. vísir/getty
Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln.

Undanúrslitaleikirnir tveir eru á laugardaginn 30. maí og úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið degi seinna. Stöð 2 Sport sýnir alla leikina í beinni útsendingu.

Í fyrri undanúrslitaleiknum mætast Barcelona og Vive Targi Kielce frá Póllandi. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson leikur með Barcelona og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Meistaradeildinni á þessu tímabili með 60 mörk.

Í seinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Þýskalandsmeistarar Kiel og ungverska meistaraliðið MKB Verszprém. Alfreð Gíslason stýrir sem kunnugt er liði Kiel en með því leikur einnig Aron Pálmarsson sem gengur svo í raðir Veszprém að tímabilinu loknu.

Dagskrá úrslitahelgarinnar (allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport):

Laugardagur:

13:15 - Barcelona - Kielce

16:00 Kiel - Veszprém

Sunnudagur:

13:15 - Leikurinn um 3. sætið

16:00 - Úrslitaleikurinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×