Handbolti

Adam Haukur gleymdist í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Haukur Baumruk.
Adam Haukur Baumruk. Vísir/Ernir
Haukamaðurinn Adam Haukur Baumruk er í Afrekshópi karla hjá HSÍ þrátt fyrir að hann hafi ekki verið á listanum sem HSÍ sendi fjölmiðlum í gær.

HSÍ gleymdi Adam Hauk Baumruk í fréttatilkynningu sinni og sendi ekki heldur út neina leiðréttingu en hefur bætt úr því í frétt um Afrekshópinn inn á heimasíðu sinni.

Adam Haukur Baumruk er sonur handboltagoðsagnarinnar Petr Baumruk og varð Íslandsmeistari með Haukaliðinu á dögunum.

Það að Adam Haukur sé í Afrekshópnum þýðir að bæði Valur og Haukar eiga flesta leikmenn í hópnum eða sex hvort félag.

Auk Adams eru Haukamennirnir Árni Steinn Steinþórsson, Grétar Ari Guðjónsson, Heimir Óli Heimisson, Janus Daði Smárason og Tjörvi Þorgeirsson í hópnum.

Valsmennirnir sex eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Daníel Þór Ingason, Geir Guðmundsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×