„Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 19:00 Birnir Sær ráðfærir sig við lögmann sinn. VÍSIR/GVA Halldór Jónsson, verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sagði í málflutningsræðu sinni í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að skjólstæðingur sinn hefði alltaf staðið í þeirri meiningu að farið væri að lögum og reglum í allri starfsemi bankans. Birnir Sær, sem var starfsmaður „á gólfinu”, verðbréfasali í deild eigin viðskipta Kauþings, er ákærður fyrir að hafa stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Hann, ásamt samstarfsmanni sínum, Pétri Kristni Guðmarssyni, keypti mikið magn af bréfum í bankanum á ellefu mánaða tímabili fyrir fall hans í október 2008. Eiga verðbréfasalarnir að hafa gert það að undirlagi stjórnenda í bankanum, þar á meðal þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Hreiðars Más Sigurðssonar.Fengu fyrirmæli um hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunniEinar Pálmi var forstöðumaður eigin viðskipta og þar af leiðandi næsti yfirmaður Birnis Sæs og Péturs. Verjandi Birnis sagði að óumdeilt í málinu að þeir hafi verið hliðsettir þegar kom að því að taka við fyrirmælum frá stjórnendum bankans. Einar Pálmi hafi hins vegar komið þeim fyrirmælum áleiðis en fram hefur komið við aðalmeðferð málsins að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafði mikil afskipti af starfsemi eigin viðskipta. „Það er ljóst að starfsmenn eigin viðskipta fengu fyrirmæli um það hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunni, einkum hvað varðaði kaup og sölur á hlutabréfum í Kaupþingi. Það var allt í takt við stefnu bankans og sætti yfirgripsmiklu eftirliti margra aðila,” sagði Halldór. Nefndi hann að hvorki regluvörður né innra eftirlit bankans hefðu gert athugasemdir við starfsemi eigin viðskipta. Þá hefðu utanaðkomandi eftirlitsaðilar ekki gert það heldur, eins og til dæmis Kauphöllin eða Fjármálaeftirlitið.Klætt í búning markaðsmisnotkunarÞá gagnrýndi hann þá forsendu sem sérstakur saksóknari gæfi sér í ákærunni að starfsemi eigin viðskipta væri ólögleg. Slíkt væri fjarri lagi. Saksóknari “klæddi þetta því í búning markaðsmisnotkunar” og ákærði fyrir heildarháttsemi en það gagnrýndi verjandinn. Sagði hann það lykilatriði að tilgreina hvaða viðskipti væru markaðsmisnotkun en það væri ekki gert í ákæru. Þar að auki beindi Halldór því til dómsins að skoða samhengi á milli kaupa eigin viðskipta á bréfum í Kaupþingi og svo því þegar þau voru seld í stórum utanþingsviðskiptum en fyrir það er ákært í 2. lið ákærunnar. Birnir og Pétur eru þó ekki á meðal ákærðu þar og hefur komið fram við aðalmeðferðina að þeir vissu ekkert um að bankinn seldi eignarhaldsfélögum Kaupþingsbréf með fullri fjármögnun. Þetta ítrekaði verjandi Birnis í dag og sagði að samhengi kaups og sölu skipti gríðarlegu máli þegar meta ætti hvort átt hefði verið við markaðinn. Væri þetta til dæmis niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis og sérfræðinga sem ákæruvaldið sjálft hafði leitað til.Refsing Birnis nú þegar orðin mikilÁður en Halldór lagði málið í dóm fór hann yfir það hversu langan tíma það hefur tekið. „Fyrir ákærða hefur þetta nú tekið 5 ár og að standa í þessu er gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann. Málið hefur aldrei tafist af hans sökum, hann hefur alltaf komið hreint fram bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og alltaf lagt áherslu á að flýta fyrir málinu.” Fór verjandinn fram á það að ef að Birni yrði gerð refsing yrði dómur hans skilorðsbundinn eða að ákvörðun refsingar hans frestað. Bætti Halldór við að refsing hans væri nú þegar orðin mjög mikil vegna málsins og tíminn sem farið hafi farið í málið reynst honum og fjölskyldu erfiður. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Halldór Jónsson, verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sagði í málflutningsræðu sinni í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að skjólstæðingur sinn hefði alltaf staðið í þeirri meiningu að farið væri að lögum og reglum í allri starfsemi bankans. Birnir Sær, sem var starfsmaður „á gólfinu”, verðbréfasali í deild eigin viðskipta Kauþings, er ákærður fyrir að hafa stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Hann, ásamt samstarfsmanni sínum, Pétri Kristni Guðmarssyni, keypti mikið magn af bréfum í bankanum á ellefu mánaða tímabili fyrir fall hans í október 2008. Eiga verðbréfasalarnir að hafa gert það að undirlagi stjórnenda í bankanum, þar á meðal þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Hreiðars Más Sigurðssonar.Fengu fyrirmæli um hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunniEinar Pálmi var forstöðumaður eigin viðskipta og þar af leiðandi næsti yfirmaður Birnis Sæs og Péturs. Verjandi Birnis sagði að óumdeilt í málinu að þeir hafi verið hliðsettir þegar kom að því að taka við fyrirmælum frá stjórnendum bankans. Einar Pálmi hafi hins vegar komið þeim fyrirmælum áleiðis en fram hefur komið við aðalmeðferð málsins að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafði mikil afskipti af starfsemi eigin viðskipta. „Það er ljóst að starfsmenn eigin viðskipta fengu fyrirmæli um það hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunni, einkum hvað varðaði kaup og sölur á hlutabréfum í Kaupþingi. Það var allt í takt við stefnu bankans og sætti yfirgripsmiklu eftirliti margra aðila,” sagði Halldór. Nefndi hann að hvorki regluvörður né innra eftirlit bankans hefðu gert athugasemdir við starfsemi eigin viðskipta. Þá hefðu utanaðkomandi eftirlitsaðilar ekki gert það heldur, eins og til dæmis Kauphöllin eða Fjármálaeftirlitið.Klætt í búning markaðsmisnotkunarÞá gagnrýndi hann þá forsendu sem sérstakur saksóknari gæfi sér í ákærunni að starfsemi eigin viðskipta væri ólögleg. Slíkt væri fjarri lagi. Saksóknari “klæddi þetta því í búning markaðsmisnotkunar” og ákærði fyrir heildarháttsemi en það gagnrýndi verjandinn. Sagði hann það lykilatriði að tilgreina hvaða viðskipti væru markaðsmisnotkun en það væri ekki gert í ákæru. Þar að auki beindi Halldór því til dómsins að skoða samhengi á milli kaupa eigin viðskipta á bréfum í Kaupþingi og svo því þegar þau voru seld í stórum utanþingsviðskiptum en fyrir það er ákært í 2. lið ákærunnar. Birnir og Pétur eru þó ekki á meðal ákærðu þar og hefur komið fram við aðalmeðferðina að þeir vissu ekkert um að bankinn seldi eignarhaldsfélögum Kaupþingsbréf með fullri fjármögnun. Þetta ítrekaði verjandi Birnis í dag og sagði að samhengi kaups og sölu skipti gríðarlegu máli þegar meta ætti hvort átt hefði verið við markaðinn. Væri þetta til dæmis niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis og sérfræðinga sem ákæruvaldið sjálft hafði leitað til.Refsing Birnis nú þegar orðin mikilÁður en Halldór lagði málið í dóm fór hann yfir það hversu langan tíma það hefur tekið. „Fyrir ákærða hefur þetta nú tekið 5 ár og að standa í þessu er gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann. Málið hefur aldrei tafist af hans sökum, hann hefur alltaf komið hreint fram bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og alltaf lagt áherslu á að flýta fyrir málinu.” Fór verjandinn fram á það að ef að Birni yrði gerð refsing yrði dómur hans skilorðsbundinn eða að ákvörðun refsingar hans frestað. Bætti Halldór við að refsing hans væri nú þegar orðin mjög mikil vegna málsins og tíminn sem farið hafi farið í málið reynst honum og fjölskyldu erfiður.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46
Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07