Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 12:07 Ingólfur Helgason (lengst til hægri) við hlið verjanda síns. Vísir/GVA Öll samskipti Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, við starfsmenn eigin viðskipta bankans voru eðlileg og eiga sér skýringar þó að orðnotkunin sé oft á tíðum gróf. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningsræðu sinni í dag. Ingólfur er meðal annars ákærður fyrir mikil kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi, en starfsmenn deildarinnar eiga að hafa keypt bréfin að undirlagi Ingólfs og annarra stjórnenda í bankanum. Vill saksóknari meina að markmið viðskiptanna hafi veri að koma í veg fyrir eða hægja á verði hlutabréfanna.„Bankadruslan“ og „dauður köttur“ Samtöl Ingólfs við meðákærðu Pétur Kristinn Guðmarsson, Birni Sæ Björnsson og Einar Pálma Sigmundsson, sem allt voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, hafa mörg hver verið spiluð fyrir dómi. Mörg ummæli í þeim hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna„, „dauða köttinn“ og að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.“ Verjandi Ingólfs sagði orðnotkunina mótast af vinnustaðamenningu og að þeir sem þekki ekki til þeirrar menningar geti lagt allt aðra merkingu í orðnotkunina en þá sem í raun búi þar að baki. Grímur fór svo yfir það að allir starfsmenn eigin viðskipta hafi staðfest að þeir hafi aldrei fengið óeðlileg eða ólögleg fyrirmæli frá Ingólfi. Þeir hafi aldrei fengið fyrirmæli um að fastsetja hlutabréfaverð í Kaupþingi eða að reyna að hafa óeðlileg áhrif á verðið. Þvert á móti hafi þeir einfaldlega átt að fylgja verðþróun á markaði og færa tilboðin til ef verðið breyttist.Óheppilegt en ekki óheimilt Þá fór verjandinn nokkuð ítarlega yfir það að ekkert ólöglegt hafi verið við það að Kaupþing ætti viðskipti með eigin hlutabréf. Deildin hafi í raun verið með viðskiptavakt í Kaupþingsbréfum, sem hafi þó ekki verið formleg í samræmi við 116. grein laga um verðbréfaviðskipti. Það leiði hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um brot á 117. grein laganna sé að ræða, þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun, og vísaði Grímur meðal annars í Rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings. Þar segir að rannsóknarnefndin telji mikil viðskipti bankanna með eigin bréf hafi verið „óheppileg“ en þó ekki “óheimil samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.” Sagði Grímur að af þessu leiði að um grundvallarmisskilning í málinu væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins. Með viðskiptavaktinni hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað heldur hafi seljanleiki hlutabréfanna einfaldlega verið tryggður og þar með hafi þau orðið verðmætari. Markaðurinn hafi verið upplýstur um þessa viðskiptavakt Kaupþings í eigin bréfum og eftirlitsaðilar einnig, þar með talið Fjármálaeftirlitið. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið gerðar neinar athugasemdir við viðskiptin. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Öll samskipti Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, við starfsmenn eigin viðskipta bankans voru eðlileg og eiga sér skýringar þó að orðnotkunin sé oft á tíðum gróf. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningsræðu sinni í dag. Ingólfur er meðal annars ákærður fyrir mikil kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi, en starfsmenn deildarinnar eiga að hafa keypt bréfin að undirlagi Ingólfs og annarra stjórnenda í bankanum. Vill saksóknari meina að markmið viðskiptanna hafi veri að koma í veg fyrir eða hægja á verði hlutabréfanna.„Bankadruslan“ og „dauður köttur“ Samtöl Ingólfs við meðákærðu Pétur Kristinn Guðmarsson, Birni Sæ Björnsson og Einar Pálma Sigmundsson, sem allt voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, hafa mörg hver verið spiluð fyrir dómi. Mörg ummæli í þeim hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna„, „dauða köttinn“ og að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.“ Verjandi Ingólfs sagði orðnotkunina mótast af vinnustaðamenningu og að þeir sem þekki ekki til þeirrar menningar geti lagt allt aðra merkingu í orðnotkunina en þá sem í raun búi þar að baki. Grímur fór svo yfir það að allir starfsmenn eigin viðskipta hafi staðfest að þeir hafi aldrei fengið óeðlileg eða ólögleg fyrirmæli frá Ingólfi. Þeir hafi aldrei fengið fyrirmæli um að fastsetja hlutabréfaverð í Kaupþingi eða að reyna að hafa óeðlileg áhrif á verðið. Þvert á móti hafi þeir einfaldlega átt að fylgja verðþróun á markaði og færa tilboðin til ef verðið breyttist.Óheppilegt en ekki óheimilt Þá fór verjandinn nokkuð ítarlega yfir það að ekkert ólöglegt hafi verið við það að Kaupþing ætti viðskipti með eigin hlutabréf. Deildin hafi í raun verið með viðskiptavakt í Kaupþingsbréfum, sem hafi þó ekki verið formleg í samræmi við 116. grein laga um verðbréfaviðskipti. Það leiði hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um brot á 117. grein laganna sé að ræða, þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun, og vísaði Grímur meðal annars í Rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings. Þar segir að rannsóknarnefndin telji mikil viðskipti bankanna með eigin bréf hafi verið „óheppileg“ en þó ekki “óheimil samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.” Sagði Grímur að af þessu leiði að um grundvallarmisskilning í málinu væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins. Með viðskiptavaktinni hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað heldur hafi seljanleiki hlutabréfanna einfaldlega verið tryggður og þar með hafi þau orðið verðmætari. Markaðurinn hafi verið upplýstur um þessa viðskiptavakt Kaupþings í eigin bréfum og eftirlitsaðilar einnig, þar með talið Fjármálaeftirlitið. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið gerðar neinar athugasemdir við viðskiptin.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent