Ísland á tvo af níu bestu knattspyrnumönnum Norðurlanda frá upphafi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 12:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson eru og voru ansi góðir í fótbolta. vísir/getty Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir á lista yfir bestu tíu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi. Það er sænska blaðið Aftonbladet sem stendur fyrir kosningunni, en það fékk einn blaðamann og einn knattspyrnumann eða þjálfara frá hverju landi á Norðurlöndum til að setja saman 15 manna lista. Útkoman er listi yfir 20 bestu leikmenn Norðurlanda frá upphafi þar sem Ásgeir Sigurvinsson er í sjöunda sæti og Eiður Smári Guðjohnsen í níunda sæti. Ásgeir Sigurvinsson var meistari með Stuttgart árið 1984 og kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar sama ár, en Eiður Smári hefur unnið Englandsmeistaratitilinn, Spánarmeistaratitilinn, Meistaradeildina og er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.Michael Laudrup er bestur í sögu Norðurlandanna.vísir/gettyDaninn Michael Laudrup er besti knattspyrnumaður Norðurlanda samkvæmt þessari kosningu, en hann vann Meistaradeildina með með Barcelona árið 1992 og Spánarmeistaratitilinn fimm ár í röð. Þá varð hann Ítalíumeistari með Juventus og Hollandsmeistari með Ajax. Zlatan Ibrahimovic frá Svíþjóð er í öðru sæti, en hann hefur orðið deildarmeistari í 14 skipti á síðustu 15 árum í fjórum löndum. Danir eiga þrjá af fjórum efstu á listanum því markvörðurinn Peter Schmeichel er í þriðja sæti og Allan Simoensen í fjórða sæti. Finninn Jari Litmanen er í fimmta sæti listans.10 bestu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi: 1. Michael Laudrup, Danmörku 2. Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð 3. Peter Schmeichel, Danmörku 4. Allan Simonsen, Danmörku 5. Jari Litmanen, Finnlandi 6. Henrik Larsson, Svíþjóð 7. Ásgeir Sigurvinsson, Íslandi 8. Gunnar Nordahl, Svíþjóð 9. Eidur Smári Guðjohnsen, Íslandi 10. Brian Laudrup, DanmörkuHér má sjá listann í heild sinni. Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir á lista yfir bestu tíu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi. Það er sænska blaðið Aftonbladet sem stendur fyrir kosningunni, en það fékk einn blaðamann og einn knattspyrnumann eða þjálfara frá hverju landi á Norðurlöndum til að setja saman 15 manna lista. Útkoman er listi yfir 20 bestu leikmenn Norðurlanda frá upphafi þar sem Ásgeir Sigurvinsson er í sjöunda sæti og Eiður Smári Guðjohnsen í níunda sæti. Ásgeir Sigurvinsson var meistari með Stuttgart árið 1984 og kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar sama ár, en Eiður Smári hefur unnið Englandsmeistaratitilinn, Spánarmeistaratitilinn, Meistaradeildina og er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.Michael Laudrup er bestur í sögu Norðurlandanna.vísir/gettyDaninn Michael Laudrup er besti knattspyrnumaður Norðurlanda samkvæmt þessari kosningu, en hann vann Meistaradeildina með með Barcelona árið 1992 og Spánarmeistaratitilinn fimm ár í röð. Þá varð hann Ítalíumeistari með Juventus og Hollandsmeistari með Ajax. Zlatan Ibrahimovic frá Svíþjóð er í öðru sæti, en hann hefur orðið deildarmeistari í 14 skipti á síðustu 15 árum í fjórum löndum. Danir eiga þrjá af fjórum efstu á listanum því markvörðurinn Peter Schmeichel er í þriðja sæti og Allan Simoensen í fjórða sæti. Finninn Jari Litmanen er í fimmta sæti listans.10 bestu knattspyrnumenn Norðurlanda frá upphafi: 1. Michael Laudrup, Danmörku 2. Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð 3. Peter Schmeichel, Danmörku 4. Allan Simonsen, Danmörku 5. Jari Litmanen, Finnlandi 6. Henrik Larsson, Svíþjóð 7. Ásgeir Sigurvinsson, Íslandi 8. Gunnar Nordahl, Svíþjóð 9. Eidur Smári Guðjohnsen, Íslandi 10. Brian Laudrup, DanmörkuHér má sjá listann í heild sinni.
Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira