Fótbolti

Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harpa í baráttunni við Guðrúnu, varnarmann Blika.
Harpa í baráttunni við Guðrúnu, varnarmann Blika. vísir/arnþór
Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu.

Rakel Hönnudóttir kom Breiðabliki yfir á 21. mínútu, en fimm mínútum síðar jafnaði markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir metin eftir þónokkra reykistefnu.

Kristinn Friðrik Hrafnsson, aðstoðardómari tvö, flaggaði rangstöðu, en boltinn fór greinilega af andstæðingi og svo til Hörpu. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, dæmdi markið gott og gilt.

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks kom svo sigurmarkið. Harpa var þá aftur á ferðinni, en hún fékk þá boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði boltanum glæsilega í fjærhornið og skaut Stjörnuliðinu í átta liða úrslitin. Stjarnan á titil að verja.

Mörkin má sjá öll hér í klippunni í lýsingu Tómasar Meyer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×