Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Mónakó 81-55 | Stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar 4. júní 2015 11:58 Hildur Björg Kjartansdóttir sækir að körfunni. vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér úrslitaleik gegn Lúxemborg um gullið á Smáþjóðaleikunum með auðveldum sigri á Mónakó, 81-55, í Laugardalshöll í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Mónakó-liðið, sem tapaði með 30 stigum gegn Lúxemborg, var engin fyrirstaða fyrir íslenska liðið í kvöld sem hefði þó getað gert endanlega út við leikinn löngu áður en svo fór. Stelpurnar fóru afar hægt af stað í gær gegn Möltu en sú var ekki raunin í kvöld. Ísland komst fljótlega í 19-6 og þá var ljóst í hvað stefndi. Margrét Rósa Hálfdánardóttir, sem skoraði tíu stig á síðustu tólf mínútunum í fyrsta leiknum, fór mjög vel af stað og spilaði í heildina frábærlega. Margrét Rósa virðist í fantaformi eftir dvöl í háskóla í Bandaríkjunum í vetur, en hún skoraði 14 stig í kvöld. Mónakó minnkaði muninn í níu stig, 35-26, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá sögðu stelpurnar hingað og ekki lengra. Skellt var í lás í varnarleiknum sem gaf liðinu auðveld stig, en Ísland skoraði tólf síðustu stig fyrri hálfleiks og var 21 stigi yfir eftir 20 mínútna leik, 47-26. Stelpurnar voru að hitta vel, en þær voru bæði með 50 prósent nýtingu innan sem utan teigs í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik náði Mónakó-liðið að koma með einstaka spretti á íslenska liðið sem virtist ekki alveg nógu gírað í að drepa leikinn algjörlega. Það var ekki fyrr en síðustu mínúturnar að "varamennirnir" settu aftur í fimmta gírinn þegar Ívar var búinn að taka byrjunarliðið af velli sem stigin fóru aftur að hrannast inn og 26 stiga sigur staðreynd. Helena Sverrisdóttir lenti í villuvandræðum í kvöld og spilaði "aðeins" 24 mínútur. Hún varð engu að síður stigahæst með 16 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Eins og gegn Möltu gekk henni best þegar hún sótti að körfunni. Hildur Björg heldur áfram að spila eins og herforingi undir körfunni, en hún gældi við tvennuna með 9 stigum og 10 fráköstum í kvöld. Sigurinn tryggði Íslandi úrslitaleik gegn Lúxemborg sem fyrr segir, en hann fer fram á laugardaginn klukkan 13.30.Ísland - Mónakó 81-55 (23-13, 24-13, 12-21, 22-8) Ísland: Helena Sverrisdóttir 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 14, Pálína María Gunnlaugsdóttir 11/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/10 fráköst/5 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 9/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 6, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Petrúnella Skúladóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 1, Guðbjörg Sverrisdóttir 1.Mónakó: Jezabel Richard 20/4 fráköst, Maeva Blanchi 11, Stephanie Cyprien 11, Pauline Machu 7/5 fráköst, Marianne Cipan 5, Marine Peglion 1/9 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Diana Chattahy 0, Lisa Lepers 0, Margaux Varvello 0.Ívar: Smá kæruleysi í þessu "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og hittum mjög vel og fengum gott flæði í sóknina," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. "Í seinni hálfleik vantaði okkur bara drápseðlið. Við vorum sátt við að reyna að vinna þennan leik. Það var eina sem vantaði því við vorum alltaf með leikinn í höndunum." "Við gáfum síðan aðeins í undir lokin, en við hefðum getað klárað þetta fyrr. Við urðum kærulaus og fórum að skjóta of mörgum þristum." Varnarleikur Mónakó-liðsins var upp og ofan, en íslenska liðið fékk nóg af færum til að skjóta. "Stelpurnar voru svo opnar og fengu mikið af fríum skotum og þá getur verið erfitt að skjóta ekki. Það var kannski aðeins of mikið verið að hugsa um leikinn á móti Lúxemborg," sagði Ívar. "Þetta var auðveldur sigur en við slökuðum bara of mikið á." Með sigrinum tryggði Ísland sér úrslitaleik gegn Lúxemborg sem vann síðustu Smáþjóðaleika eftir úrslitaleik gegn Íslandi. "Við erum búin að sýna það að okkar góðu kaflar eru mjög góðir. Við þurfum bara að lengja þá," sagði Ívar. "Nú reynir á okkur á móti stóru liði Lúxemborg sem er grimmt í vörninni. Þar verðum við pressuð um allan völl og þar þurfum við að vera góð í hausnum," sagði Ívar Ásgrímsson.Margrét Rósa: Þetta verður ekkert Mónakó á Laugardaginn "Þegar þetta var komið í 20 stig fórum við að hugsa um að nýta þetta sem æfingaleik," sagði Margrét Rósa Hálfdánardóttir við Vísi eftir leik. "Við leyfðum bara öllum að spila og reyndum að fara yfir kerfin og spila góða vörn." "Þær keyrðu stundum á okkur þegar við vorum að gera smá mistök í varnarleiknum. Þá vantaði smá einbeitingu." "Inn á milli komu góðir kaflar og við vorum með stemninguna okkar megin. Við náðum að rífa stemninguna upp meira í seinni hálfleik," sagði Margrét. Margrét Rósa spilaði frábærlega í síðasta leik og skoraði tíu stig á síðustu tólf mínútunum. Í dag var Margrét næststigahæst með 14 stig. Hún fór í háskóla í Bandaríkjunum síðasta sumar og spilaði úti í allan vetur. Það hefur hjálpað henni. "Mér líður mjög vel og ég ætlaði bara að nýta þetta. Mér finnst ég hafa bætt í Bandaríkjunum þannig ég ætla bara að nýta þessa leiki og sýna mig," sagði Margrét Rósa sem er spennt fyrir úrslitaleiknum. "Það verður hörkuleikur. Við verðum klárar í þann leik. Það verður ekkert Mónakó," sagði hún brosmild að lokum.[Bein lýsing]40. mín (81-55) LEIK LOKIÐ. Auðveldur og öruggur sigur íslenska liðsins sem spilar úrslitaleik á laugardaginn við Lúxemborg.38. mín (76-53) Ívar er búinn að taka allt byrjunarliðið af velli nema Pálínu sem hefur þó fengið fína hvíld. Nú er þetta bara spurning um hversu stór sigurinn verður.36. mín (73-53) Auður Ýris Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Rafnssonar heitins, skorar sín fyrstu stig fyrir landsliðið. Hún keyrir glæsilega inn að körfunni, fær tvö vítaskot og nýtir annað. Bekkurinn fagnar henni mikið. Nýliðinn kominn á blað.35. mín (70-53) Glæsileg sókn Íslands þar sem boltin flýtur vel; Sara á Helenu og hún á Petrúnellu sem leggur boltann ofan í. Þetta er náttúrlega bara spurning um hversu stór sigurinn verður, en Mónakóstelpur fá alveg prik fyrir að gefast ekkert upp.34. mín (68-51) Petrúnella stelur boltanum undir körfu Mónakóliðsins og kemur honum á Helenu sem skorar auðveldlega. Helena skorar svo aftur og er komin með 14 stig. Aðeins of auðveldar körfur fyrir þjálfara Mónakó sem tekur leikhlé.32. mín (62-47) Þar hlaut að koma að þessu. Cyprien fær sína fimmtu villu og fer af velli með 11 stig og 3 stoðsendingar.31. mín (62-47) Margrét Rósa opnar lokafjórðunginn á þriggja stiga körfu. Hún var mjög öflug undir lokin í síðasta leik. Margrét er stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig.30. mín (59-47) Þriðja leikhluta lokið. Fínn endasprettur hjá Mónakó sem skorar síðustu átta stigin í leikhlutanum. Sóknarleikur Íslands alveg í molum núna og Cyprien skorar og skorar fyrir Mónakó. Hún er líka með fjórar villur og nær að hanga á þeim. Munurinn allt í einu tólf stig eftir að Cyprien skorar flautusniðskot.29. mín (59-43) Richard setur niður tvö víti. Hún ætlar að hanga á þessum tveimur villum alveg endalaust.27. mín (59-40) Þriggja stiga karfa frá Margréti Rósu sem heldur áfram að spila mjög vel og munurinn 19 stig. Hildur Björg er sest með fjórar villur.26. mín (56-37) Mónakó er farið að spila aðeins fastar, smá pirringur í gangi. Bæði Stephanie Cyprien og Jezabel Richards, lykilmenn í liðinu, eru komnar með fjórar villur. Helena, Hildur og Gunnhildur eru með þrjár hjá Íslandi.24. mín (49-34) Hvorugt liðið getur keypt sér körfu þessa stundina. Ísland hittir bara ekki neitt. Fimm misnotuðu skot í röð. "KOMA SVO, STELPUR!" öskrar Pálína.23. mín (49-34) Fjögur stig í röð frá Mónakó sem sækir meira inn að körfunni núna þar sem Helena verður að passa sig í varnarleiknum. Ívar tekur leikhlé.22. mín (49-30) Helena er komin aftur inn á og skorar fyrstu stig Íslands í seinni hálfleik.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Margrét Rósa Hálfdánardóttir er stigahæst hjá Íslandi með níu stig, en eins og í gær dreifist stigaskorið mjög vel. Níu leikmenn eru búnir að skora þessi 47 stig. Helena er með sjö stig og sex fráköst og Hildur Björg sex stig og fjögur fráköst. Ísland er að skjóta 50 prósent úr teignum og 50 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna. Ekki amalegt. Þá er Ísland að vinna frákastabaráttuna 21-13.20. mín (47-26) HÁLFLEIKUR. Munurinn 21 stig í hálfleik. Stelpurnar skoruðu tólf stig í röð eftir að Mónakó náði að minnka muninn í níu stig. Skipti engu þó Helena færi út af.18. mín (45-26) Flottur sprettur hjá stelpunum. Tíu stig í röð. Eftir þrist frá Pálínu og tvö stig frá Hildi Björg undir körfunni tekur þjálfari Mónakó leikhlé. Munurinn allt í einu 19 stig.17. mín (40-26) Þetta er fljótt aðgerast. Þristur frá Pálínu og tvö stig frá Gunnhildi kemur þessu í fjórtán stig í tveimur sóknum.16. mín (35-26) Munurinn orðinn níu stig eftir að Jezabel Richard skorar úr vítaskoti. Villa dæmd á Helenu. Hún fær tvær með svona 20 sekúnduna millibili, er komin með þrjár og sest á bekkinn. Hún brosir í átt að dómaranum, en sumar af þessum villum eru rosalega ódýrar.15. mín (35-24) Stelpurnar halda þetta 10-12 stiga forystu en ná ekkert að slíta sig almennilega frá liði Mónakó. Ísland að tapa alltof mörgum boltum með einhverri vitleysu bara. Villurnar orðnar tíu og styttist aftur í bónus hjá Mónakó.14. mín (33-20) Sara Rún sýnir glæsileg tilþrif í sókninni. Sækir að körfunni, fiskar villu en kemur boltanum ofan í. Skorar svo úr vítaskotinu. Svakalega vel gert hjá Keflvíkingnum.13. mín (28-20) Mónakó-liðið lítur aðeins betur út núna. Stephanie Cyprien setur niður myndarlegan þrist og minnkar muninn í átta stig. Það þýðir ekkert gefa eftir.12. mín (25-15) Jezabel Richard skorar fyrstu stig annars leikhluta eftir góðan snúning undir körfunni og flott sniðskot. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er mætt inn á hjá Íslandi og svarar um hæl.10. mín (23-13) Fyrsta leikhluta lokið. Flottar fyrstu tíu mínútur en þessi villusöfnun er spes. Okkar stelpur komnar með sjö villur; Margrét Rósa tvær, Gunnhildur tvær og Pálína tvær. Margrét Rósa er að spila eins og höfðingi. Komin með níu stig og er stigahæst.9. mín (21-9) Ísland vinnur boltann í vörninni einu sinni sem oftar. og skorar úr hraðaupphlaupi Mónakó með fjóra tapaða bolta nú þegar. "Allez Monaco," er sungið í stúkunni.8. mín (19-6) Þetta er orðið nett vandræðalegt strax í byrjun. Nú hendir einn leikmaður Mónakó boltanum út af. Það var enginn samherji hennar nálægt sendingunni. Þjálfari Mónakó, Cyril Lecoq, tekur leikhlé.7. mín (19-6) Íslensku stelpurnar spila varnarleikinn mjög fast eins og í síðasta leik og eru strax komnar með fimm villur. Mónakó í bónus. Það skiptir samt ekki öllu virðist vera. Margrét Rósa setur niður annan þrist.6. mín (17-5) Varnarleikur Íslands er mjög góður og lið Mónakó nær varla skoti á körfuna. Ívar er að rúlla liðinu strax í byrjun enda með úrslitaleikinn við Lúxemborg í huga væntanlega á laugardaginn.5. mín (13-5) Margrét Rósa kemur inn fyrir Pálínu og byrjar á að setja niður þriggja stiga skot. Margrét Rósa átti mjög flottan leik á móti Möltu. Ísland spilar pressuvörn á Mónakó.4. mín (10-5) Helena gefur stoðsendingu á Pálínu undir körfuna sem skorar. Ísland spilar svo góða vörn og skotklukkan brennur út hjá Mónakó. Helena fer sjálf undir körfuna að þessu sinni og bætir við stigaskor sitt.2. mín (6-5) Tveir þristar í röð hjá íslenska liðinu. Gunnhildur Gunnars smellir einum niður.2. mín (3-5) Blanchi bætir við þriggja stiga körfu. Fær alltof mikinn tíma til að athafna sig fyrir utan línuna.1. mín (3-2) Maeva Blanchi skorar fyrstu stig leiksins af vítalínunni fyrir Mónakó en Helena svarar með þriggja stiga körfu.. Byrjunarlið Íslands: Helena, Gunnhildur, Hildur Björg, Pálína og Bryndís Guðmundsdóttir.Fyrir leik: Formlegheitum lokið. Slatti af íþróttamönnum frá Mónakó eru mættir í stúkuna og nú fer þetta að byrja. Áfram, Ísland!Fyrir leik: Tæpar tíu mínútur í leik og lið Möltu er mætt í stúkuna til að fylgjast með leiknum. Styttist í leikmannakynningu, þjóðsöngva og svo leikinn sjálfann.Fyrir leik: Í neðri stúkunni í Höllinni er smá VIP-svæði sem þjóðhöfðingjar og stórmenni þátttökuþjóðanna mega nýta sér. Það væri nú ekki leiðinlegt ef Albert prins af Mónakó myndi nú láta sjá sig. Hann var allavega mættur á tenniskeppnina á þriðjudaginn. Tennis náttúrlega kóngasport og allt það.Fyrir leik: Besti leikmaður Mónakó-liðsins er bakvörðurinn Marine Peglion. Hún er smávaxin en alveg öskufljót. Íslenska liðið hefur átt í vandræðum með að stöðva svoleiðis leikmenn. Vonum að það gangi vel í kvöld.Fyrir leik: Stelpurnar eru mættar til upphitunar. Má kannski benda á að þær voru að stofna snapchat-aðgang. Bætið við islandkarfakvk til að fylgjast með stelpunum.Fyrir leik: Í gær vann Lúxemborg lið Möltu, 64-42, og er því efst í riðlinum með fjögur stig. Vinni okkar stelpur hér í kvöld verður úrslitaleikur á milli Íslands og Lúxemborgar á laugardaginn hér í Laugardalshöll klukkan 13.30.Fyrir leik: Mónakóliðið tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Lúxemborg með 30 stigum 88-55. Lúxemborg vann síðustu Smáþjóðaleika á heimavelli og er líklegt til árangurs aftur núna. Okkar stelpur ætla auðvitað að sjá til þess að Lúxemborg fái ekki meira en silfur á þessum leikum.Fyrir leik: Kvennalið Íslands er að keppa í tíunda sinn á Smáþjóðaleikunum, en liðið var fyrst með árið 1999 á Kýpur. Ísland hefur unnið verðlaun á öllum níu Smáþjóðaleikunum til þessa; eitt gull, sex silfur og tvö brons. Eina gullið kom á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1997.Fyrir leik: Íslenska liðið dreifði stigaskorinu vel í síðasta leik og margir leikmenn tóku þátt í að landa sigrinum. Margrét Rósa Hálfdánardóttir, sem spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í vetur, kom t.a.m. mjög sterk inn undir lokin. Hún skoraði tíu stig á síðustu tólf mínútum leiksins. Ekki amaleg leið til að fagna afmælisdeginum.Fyrir leik: Eftir rólega byrjun var Helena Sverrisdóttir stigahæst íslenska liðsins eins og við mátti búast gegn Möltu. Hún skoraði 22 stig og tók að auki 6 fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji Snæfells, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst.Fyrir leik: Íslenska liðið er með tvö stig eftir sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik. Stelpurnar byrjuðu leikinn ekki vel og lentu 10-0 undir, en þær voru búnar að jafna fyrir hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan sigur.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina þar sem leikur Íslands og Mónakó á Smáþjóðaleikunum hefst klukkan 17.00. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér úrslitaleik gegn Lúxemborg um gullið á Smáþjóðaleikunum með auðveldum sigri á Mónakó, 81-55, í Laugardalshöll í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Mónakó-liðið, sem tapaði með 30 stigum gegn Lúxemborg, var engin fyrirstaða fyrir íslenska liðið í kvöld sem hefði þó getað gert endanlega út við leikinn löngu áður en svo fór. Stelpurnar fóru afar hægt af stað í gær gegn Möltu en sú var ekki raunin í kvöld. Ísland komst fljótlega í 19-6 og þá var ljóst í hvað stefndi. Margrét Rósa Hálfdánardóttir, sem skoraði tíu stig á síðustu tólf mínútunum í fyrsta leiknum, fór mjög vel af stað og spilaði í heildina frábærlega. Margrét Rósa virðist í fantaformi eftir dvöl í háskóla í Bandaríkjunum í vetur, en hún skoraði 14 stig í kvöld. Mónakó minnkaði muninn í níu stig, 35-26, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá sögðu stelpurnar hingað og ekki lengra. Skellt var í lás í varnarleiknum sem gaf liðinu auðveld stig, en Ísland skoraði tólf síðustu stig fyrri hálfleiks og var 21 stigi yfir eftir 20 mínútna leik, 47-26. Stelpurnar voru að hitta vel, en þær voru bæði með 50 prósent nýtingu innan sem utan teigs í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik náði Mónakó-liðið að koma með einstaka spretti á íslenska liðið sem virtist ekki alveg nógu gírað í að drepa leikinn algjörlega. Það var ekki fyrr en síðustu mínúturnar að "varamennirnir" settu aftur í fimmta gírinn þegar Ívar var búinn að taka byrjunarliðið af velli sem stigin fóru aftur að hrannast inn og 26 stiga sigur staðreynd. Helena Sverrisdóttir lenti í villuvandræðum í kvöld og spilaði "aðeins" 24 mínútur. Hún varð engu að síður stigahæst með 16 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Eins og gegn Möltu gekk henni best þegar hún sótti að körfunni. Hildur Björg heldur áfram að spila eins og herforingi undir körfunni, en hún gældi við tvennuna með 9 stigum og 10 fráköstum í kvöld. Sigurinn tryggði Íslandi úrslitaleik gegn Lúxemborg sem fyrr segir, en hann fer fram á laugardaginn klukkan 13.30.Ísland - Mónakó 81-55 (23-13, 24-13, 12-21, 22-8) Ísland: Helena Sverrisdóttir 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 14, Pálína María Gunnlaugsdóttir 11/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/10 fráköst/5 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 9/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 6, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Petrúnella Skúladóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 1, Guðbjörg Sverrisdóttir 1.Mónakó: Jezabel Richard 20/4 fráköst, Maeva Blanchi 11, Stephanie Cyprien 11, Pauline Machu 7/5 fráköst, Marianne Cipan 5, Marine Peglion 1/9 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Diana Chattahy 0, Lisa Lepers 0, Margaux Varvello 0.Ívar: Smá kæruleysi í þessu "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og hittum mjög vel og fengum gott flæði í sóknina," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. "Í seinni hálfleik vantaði okkur bara drápseðlið. Við vorum sátt við að reyna að vinna þennan leik. Það var eina sem vantaði því við vorum alltaf með leikinn í höndunum." "Við gáfum síðan aðeins í undir lokin, en við hefðum getað klárað þetta fyrr. Við urðum kærulaus og fórum að skjóta of mörgum þristum." Varnarleikur Mónakó-liðsins var upp og ofan, en íslenska liðið fékk nóg af færum til að skjóta. "Stelpurnar voru svo opnar og fengu mikið af fríum skotum og þá getur verið erfitt að skjóta ekki. Það var kannski aðeins of mikið verið að hugsa um leikinn á móti Lúxemborg," sagði Ívar. "Þetta var auðveldur sigur en við slökuðum bara of mikið á." Með sigrinum tryggði Ísland sér úrslitaleik gegn Lúxemborg sem vann síðustu Smáþjóðaleika eftir úrslitaleik gegn Íslandi. "Við erum búin að sýna það að okkar góðu kaflar eru mjög góðir. Við þurfum bara að lengja þá," sagði Ívar. "Nú reynir á okkur á móti stóru liði Lúxemborg sem er grimmt í vörninni. Þar verðum við pressuð um allan völl og þar þurfum við að vera góð í hausnum," sagði Ívar Ásgrímsson.Margrét Rósa: Þetta verður ekkert Mónakó á Laugardaginn "Þegar þetta var komið í 20 stig fórum við að hugsa um að nýta þetta sem æfingaleik," sagði Margrét Rósa Hálfdánardóttir við Vísi eftir leik. "Við leyfðum bara öllum að spila og reyndum að fara yfir kerfin og spila góða vörn." "Þær keyrðu stundum á okkur þegar við vorum að gera smá mistök í varnarleiknum. Þá vantaði smá einbeitingu." "Inn á milli komu góðir kaflar og við vorum með stemninguna okkar megin. Við náðum að rífa stemninguna upp meira í seinni hálfleik," sagði Margrét. Margrét Rósa spilaði frábærlega í síðasta leik og skoraði tíu stig á síðustu tólf mínútunum. Í dag var Margrét næststigahæst með 14 stig. Hún fór í háskóla í Bandaríkjunum síðasta sumar og spilaði úti í allan vetur. Það hefur hjálpað henni. "Mér líður mjög vel og ég ætlaði bara að nýta þetta. Mér finnst ég hafa bætt í Bandaríkjunum þannig ég ætla bara að nýta þessa leiki og sýna mig," sagði Margrét Rósa sem er spennt fyrir úrslitaleiknum. "Það verður hörkuleikur. Við verðum klárar í þann leik. Það verður ekkert Mónakó," sagði hún brosmild að lokum.[Bein lýsing]40. mín (81-55) LEIK LOKIÐ. Auðveldur og öruggur sigur íslenska liðsins sem spilar úrslitaleik á laugardaginn við Lúxemborg.38. mín (76-53) Ívar er búinn að taka allt byrjunarliðið af velli nema Pálínu sem hefur þó fengið fína hvíld. Nú er þetta bara spurning um hversu stór sigurinn verður.36. mín (73-53) Auður Ýris Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Rafnssonar heitins, skorar sín fyrstu stig fyrir landsliðið. Hún keyrir glæsilega inn að körfunni, fær tvö vítaskot og nýtir annað. Bekkurinn fagnar henni mikið. Nýliðinn kominn á blað.35. mín (70-53) Glæsileg sókn Íslands þar sem boltin flýtur vel; Sara á Helenu og hún á Petrúnellu sem leggur boltann ofan í. Þetta er náttúrlega bara spurning um hversu stór sigurinn verður, en Mónakóstelpur fá alveg prik fyrir að gefast ekkert upp.34. mín (68-51) Petrúnella stelur boltanum undir körfu Mónakóliðsins og kemur honum á Helenu sem skorar auðveldlega. Helena skorar svo aftur og er komin með 14 stig. Aðeins of auðveldar körfur fyrir þjálfara Mónakó sem tekur leikhlé.32. mín (62-47) Þar hlaut að koma að þessu. Cyprien fær sína fimmtu villu og fer af velli með 11 stig og 3 stoðsendingar.31. mín (62-47) Margrét Rósa opnar lokafjórðunginn á þriggja stiga körfu. Hún var mjög öflug undir lokin í síðasta leik. Margrét er stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig.30. mín (59-47) Þriðja leikhluta lokið. Fínn endasprettur hjá Mónakó sem skorar síðustu átta stigin í leikhlutanum. Sóknarleikur Íslands alveg í molum núna og Cyprien skorar og skorar fyrir Mónakó. Hún er líka með fjórar villur og nær að hanga á þeim. Munurinn allt í einu tólf stig eftir að Cyprien skorar flautusniðskot.29. mín (59-43) Richard setur niður tvö víti. Hún ætlar að hanga á þessum tveimur villum alveg endalaust.27. mín (59-40) Þriggja stiga karfa frá Margréti Rósu sem heldur áfram að spila mjög vel og munurinn 19 stig. Hildur Björg er sest með fjórar villur.26. mín (56-37) Mónakó er farið að spila aðeins fastar, smá pirringur í gangi. Bæði Stephanie Cyprien og Jezabel Richards, lykilmenn í liðinu, eru komnar með fjórar villur. Helena, Hildur og Gunnhildur eru með þrjár hjá Íslandi.24. mín (49-34) Hvorugt liðið getur keypt sér körfu þessa stundina. Ísland hittir bara ekki neitt. Fimm misnotuðu skot í röð. "KOMA SVO, STELPUR!" öskrar Pálína.23. mín (49-34) Fjögur stig í röð frá Mónakó sem sækir meira inn að körfunni núna þar sem Helena verður að passa sig í varnarleiknum. Ívar tekur leikhlé.22. mín (49-30) Helena er komin aftur inn á og skorar fyrstu stig Íslands í seinni hálfleik.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Margrét Rósa Hálfdánardóttir er stigahæst hjá Íslandi með níu stig, en eins og í gær dreifist stigaskorið mjög vel. Níu leikmenn eru búnir að skora þessi 47 stig. Helena er með sjö stig og sex fráköst og Hildur Björg sex stig og fjögur fráköst. Ísland er að skjóta 50 prósent úr teignum og 50 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna. Ekki amalegt. Þá er Ísland að vinna frákastabaráttuna 21-13.20. mín (47-26) HÁLFLEIKUR. Munurinn 21 stig í hálfleik. Stelpurnar skoruðu tólf stig í röð eftir að Mónakó náði að minnka muninn í níu stig. Skipti engu þó Helena færi út af.18. mín (45-26) Flottur sprettur hjá stelpunum. Tíu stig í röð. Eftir þrist frá Pálínu og tvö stig frá Hildi Björg undir körfunni tekur þjálfari Mónakó leikhlé. Munurinn allt í einu 19 stig.17. mín (40-26) Þetta er fljótt aðgerast. Þristur frá Pálínu og tvö stig frá Gunnhildi kemur þessu í fjórtán stig í tveimur sóknum.16. mín (35-26) Munurinn orðinn níu stig eftir að Jezabel Richard skorar úr vítaskoti. Villa dæmd á Helenu. Hún fær tvær með svona 20 sekúnduna millibili, er komin með þrjár og sest á bekkinn. Hún brosir í átt að dómaranum, en sumar af þessum villum eru rosalega ódýrar.15. mín (35-24) Stelpurnar halda þetta 10-12 stiga forystu en ná ekkert að slíta sig almennilega frá liði Mónakó. Ísland að tapa alltof mörgum boltum með einhverri vitleysu bara. Villurnar orðnar tíu og styttist aftur í bónus hjá Mónakó.14. mín (33-20) Sara Rún sýnir glæsileg tilþrif í sókninni. Sækir að körfunni, fiskar villu en kemur boltanum ofan í. Skorar svo úr vítaskotinu. Svakalega vel gert hjá Keflvíkingnum.13. mín (28-20) Mónakó-liðið lítur aðeins betur út núna. Stephanie Cyprien setur niður myndarlegan þrist og minnkar muninn í átta stig. Það þýðir ekkert gefa eftir.12. mín (25-15) Jezabel Richard skorar fyrstu stig annars leikhluta eftir góðan snúning undir körfunni og flott sniðskot. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er mætt inn á hjá Íslandi og svarar um hæl.10. mín (23-13) Fyrsta leikhluta lokið. Flottar fyrstu tíu mínútur en þessi villusöfnun er spes. Okkar stelpur komnar með sjö villur; Margrét Rósa tvær, Gunnhildur tvær og Pálína tvær. Margrét Rósa er að spila eins og höfðingi. Komin með níu stig og er stigahæst.9. mín (21-9) Ísland vinnur boltann í vörninni einu sinni sem oftar. og skorar úr hraðaupphlaupi Mónakó með fjóra tapaða bolta nú þegar. "Allez Monaco," er sungið í stúkunni.8. mín (19-6) Þetta er orðið nett vandræðalegt strax í byrjun. Nú hendir einn leikmaður Mónakó boltanum út af. Það var enginn samherji hennar nálægt sendingunni. Þjálfari Mónakó, Cyril Lecoq, tekur leikhlé.7. mín (19-6) Íslensku stelpurnar spila varnarleikinn mjög fast eins og í síðasta leik og eru strax komnar með fimm villur. Mónakó í bónus. Það skiptir samt ekki öllu virðist vera. Margrét Rósa setur niður annan þrist.6. mín (17-5) Varnarleikur Íslands er mjög góður og lið Mónakó nær varla skoti á körfuna. Ívar er að rúlla liðinu strax í byrjun enda með úrslitaleikinn við Lúxemborg í huga væntanlega á laugardaginn.5. mín (13-5) Margrét Rósa kemur inn fyrir Pálínu og byrjar á að setja niður þriggja stiga skot. Margrét Rósa átti mjög flottan leik á móti Möltu. Ísland spilar pressuvörn á Mónakó.4. mín (10-5) Helena gefur stoðsendingu á Pálínu undir körfuna sem skorar. Ísland spilar svo góða vörn og skotklukkan brennur út hjá Mónakó. Helena fer sjálf undir körfuna að þessu sinni og bætir við stigaskor sitt.2. mín (6-5) Tveir þristar í röð hjá íslenska liðinu. Gunnhildur Gunnars smellir einum niður.2. mín (3-5) Blanchi bætir við þriggja stiga körfu. Fær alltof mikinn tíma til að athafna sig fyrir utan línuna.1. mín (3-2) Maeva Blanchi skorar fyrstu stig leiksins af vítalínunni fyrir Mónakó en Helena svarar með þriggja stiga körfu.. Byrjunarlið Íslands: Helena, Gunnhildur, Hildur Björg, Pálína og Bryndís Guðmundsdóttir.Fyrir leik: Formlegheitum lokið. Slatti af íþróttamönnum frá Mónakó eru mættir í stúkuna og nú fer þetta að byrja. Áfram, Ísland!Fyrir leik: Tæpar tíu mínútur í leik og lið Möltu er mætt í stúkuna til að fylgjast með leiknum. Styttist í leikmannakynningu, þjóðsöngva og svo leikinn sjálfann.Fyrir leik: Í neðri stúkunni í Höllinni er smá VIP-svæði sem þjóðhöfðingjar og stórmenni þátttökuþjóðanna mega nýta sér. Það væri nú ekki leiðinlegt ef Albert prins af Mónakó myndi nú láta sjá sig. Hann var allavega mættur á tenniskeppnina á þriðjudaginn. Tennis náttúrlega kóngasport og allt það.Fyrir leik: Besti leikmaður Mónakó-liðsins er bakvörðurinn Marine Peglion. Hún er smávaxin en alveg öskufljót. Íslenska liðið hefur átt í vandræðum með að stöðva svoleiðis leikmenn. Vonum að það gangi vel í kvöld.Fyrir leik: Stelpurnar eru mættar til upphitunar. Má kannski benda á að þær voru að stofna snapchat-aðgang. Bætið við islandkarfakvk til að fylgjast með stelpunum.Fyrir leik: Í gær vann Lúxemborg lið Möltu, 64-42, og er því efst í riðlinum með fjögur stig. Vinni okkar stelpur hér í kvöld verður úrslitaleikur á milli Íslands og Lúxemborgar á laugardaginn hér í Laugardalshöll klukkan 13.30.Fyrir leik: Mónakóliðið tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Lúxemborg með 30 stigum 88-55. Lúxemborg vann síðustu Smáþjóðaleika á heimavelli og er líklegt til árangurs aftur núna. Okkar stelpur ætla auðvitað að sjá til þess að Lúxemborg fái ekki meira en silfur á þessum leikum.Fyrir leik: Kvennalið Íslands er að keppa í tíunda sinn á Smáþjóðaleikunum, en liðið var fyrst með árið 1999 á Kýpur. Ísland hefur unnið verðlaun á öllum níu Smáþjóðaleikunum til þessa; eitt gull, sex silfur og tvö brons. Eina gullið kom á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1997.Fyrir leik: Íslenska liðið dreifði stigaskorinu vel í síðasta leik og margir leikmenn tóku þátt í að landa sigrinum. Margrét Rósa Hálfdánardóttir, sem spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í vetur, kom t.a.m. mjög sterk inn undir lokin. Hún skoraði tíu stig á síðustu tólf mínútum leiksins. Ekki amaleg leið til að fagna afmælisdeginum.Fyrir leik: Eftir rólega byrjun var Helena Sverrisdóttir stigahæst íslenska liðsins eins og við mátti búast gegn Möltu. Hún skoraði 22 stig og tók að auki 6 fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji Snæfells, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst.Fyrir leik: Íslenska liðið er með tvö stig eftir sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik. Stelpurnar byrjuðu leikinn ekki vel og lentu 10-0 undir, en þær voru búnar að jafna fyrir hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan sigur.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina þar sem leikur Íslands og Mónakó á Smáþjóðaleikunum hefst klukkan 17.00.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira