Fótbolti

„Fáránlega harður dómur“ þegar Unnar Már fékk rautt gegn KR | Sjáðu atvikið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
KR fór auðveldlega áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta í gærkvöldi þegar liðið vann stórsigur á Keflavík, 5-0.

Staðan var 2-0 í hálfleik, en á 44. mínútu fékk KR vítaspyrnu þegar Pálmi Rafn Pálmason þrumaði boltanum í Unnar Már Unnarsson, varnarmann Keflavíkur, í teignum. Unnar fékk rautt spjald og var rekinn af velli.

Sjá einnig:Sjáðu son Tryggva Guðmundssonar skora sitt fyrsta mark fyrir KR

Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, mat atvikið þannig að Unnar væri að stöðva boltann með hendinni, en því voru lýsendur leiksins, Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, ekki sammála.

„Hvernig er hægt að reka mann út af fyrir þetta. Þetta er alveg furðulegur dómur að mínu mati,“ sagði Hörður Magnússon, en Unnar var með hendina upp við líkamann og sneri frá skotinu.

Óskar Örn Hauksson tók vítaspyrnuan og þrumaði yfir markið.

„Hann er réttsýnn maður. Honum hefur fundist þetta ósanngjarnt sömuleiðis,“ sagði Hjörvar Hafliðason og Hörður bætti við:

„Þetta finnst mér fáránlega harður dómur hjá Þorvaldi Árnasyni. Ég skil ekki hvernig hann fær þetta út.“

Búið er að aðskilja spjöld í deild og bikar þannig Unnar Már tekur út leikbannið í fyrsta bikarleik næsta árs.

Atvikið og vítaspyrnuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×