Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Fjölnir 0-3 | Skagamenn áttu ekki séns Stefán Árni Pálsson á Norðurálsvelli skrifar 3. júní 2015 14:42 Ólafur Páll Snorrason er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis. vísir/vilhelm Fjölnir komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með sigri á Skagamönnum, 3-0, upp á Skipaskaga í kvöld. Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Aron Sigurðarson gerði tvö mörk í leiknum. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru sérstaklega ákveðnir alveg frá fyrstu mínútum. Skagamenn réðu ekkert við Aron Sigurðarson á vinstri kantinum og lék hann ítrekað á heimamenn. Fjölnismenn voru því ekki lengi að komast yfir en fyrsta mark leiksins kom eftir tæplega korters leik. Þar var að verki Mark Charles Magee sem stýrði boltanum laglega framhjá Páli Gísla í marki ÍA. Þórir Guðjónsson lagði boltann laglega fyrir Charles með höfðinu. Aðeins nokkrum mínútum síðar var Aron Sigurðarson mættur og skoraði hann annað mark Fjölnis. Staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Fjölnismenn einfaldlega í ruglinu. Fjölnismenn voru mikið betri í fyrri hálfleiknum og í raun merkilegt að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik. Liðið fékk heldur betur færin til að skora fleiri. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og bæði lið gjörsamlega óðu í færum. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkið en inn vildi hann ekki. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði breytingar á sínu liði en þær tókust einfaldlega ekki sem skildi. Skagamenn áttu í raun aldrei séns í þennan leik. Aron Sigurðarson var aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og gerði sitt annað mark í leiknum. Hann var magnaður í kvöld. Leiknum lauk því með öruggum 3-0 sigri Fjölnis og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Ólafur Páll: Við ætlum okkur langt í þessari keppniÓlafur Páll í leik með Fjölni í sumar.„Við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að vinna Akranes 3-0 og erum mjög sáttir með sigurinn,“ segir Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Ólafur var samt sem áður utan hóps í kvöld. Emil Pálsson var ekki í hóp vegna meiðsla og Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson fóru báðir útaf í hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum búnir að skipuleggja það að taka Þórir útaf í hálfleik, það er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Stjörnunni um helgina og við viljum halda honum heilum. Emil er búinn að vera tæpur og við ákváðum að hvíla hann, sem og mig.“ Fjölnir hefur í gegnum tíðina verið nokkuð bikarlið og ekki er langt síðan að liðið komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. „Við ætlum okkur langt í þessari keppni. Fjölnir hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn og þá myndaðist gríðarleg stemning og við viljum finna það aftur.“ Gunnlaugur: Það er komið örlítið stress í hópinnGunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Ég er gríðarlega óhress með mannskapinn og mitt lið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir ósigurinn í kvöld. „Við erum bara ekki klárir þegar leikurinn hefst og við þurftum að lenda 2-0 undir til þess að vakna og það er bara óásættanlegt. Sérstaklega eftir tap á móti þessu sama liði á sunnudaginn, það er ekki lengra síðan.“ Gunnlaugur vildi ekki ræða gang leiksins við sína leikmenn inn í klefa og mun bíða með það til morguns. „Maður getur bara sagt eitthvað sem maður sér eftir, svona stuttu eftir leik. Það er ljóst að liðið hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og það er ekki ásættanlegt.“ Skagamenn mæta Fylki í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en er komið stress í hópinn? „Já, það örlar á örlitlu stressi í hópnum, það er ekki hægt að neita því. Við erum ekki jafn öryggir og í fyrstu leikjunum. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, það er brekka sem við erum í og getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Við þurfum að finna einhver ráð til að koma mönnum upp á tærnar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fjölnir komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með sigri á Skagamönnum, 3-0, upp á Skipaskaga í kvöld. Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Aron Sigurðarson gerði tvö mörk í leiknum. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og voru sérstaklega ákveðnir alveg frá fyrstu mínútum. Skagamenn réðu ekkert við Aron Sigurðarson á vinstri kantinum og lék hann ítrekað á heimamenn. Fjölnismenn voru því ekki lengi að komast yfir en fyrsta mark leiksins kom eftir tæplega korters leik. Þar var að verki Mark Charles Magee sem stýrði boltanum laglega framhjá Páli Gísla í marki ÍA. Þórir Guðjónsson lagði boltann laglega fyrir Charles með höfðinu. Aðeins nokkrum mínútum síðar var Aron Sigurðarson mættur og skoraði hann annað mark Fjölnis. Staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik og Fjölnismenn einfaldlega í ruglinu. Fjölnismenn voru mikið betri í fyrri hálfleiknum og í raun merkilegt að staðan hafi bara verið 2-0 í hálfleik. Liðið fékk heldur betur færin til að skora fleiri. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og bæði lið gjörsamlega óðu í færum. Boltinn fór nokkrum sinnum í tréverkið en inn vildi hann ekki. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði breytingar á sínu liði en þær tókust einfaldlega ekki sem skildi. Skagamenn áttu í raun aldrei séns í þennan leik. Aron Sigurðarson var aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok og gerði sitt annað mark í leiknum. Hann var magnaður í kvöld. Leiknum lauk því með öruggum 3-0 sigri Fjölnis og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Ólafur Páll: Við ætlum okkur langt í þessari keppniÓlafur Páll í leik með Fjölni í sumar.„Við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að vinna Akranes 3-0 og erum mjög sáttir með sigurinn,“ segir Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, eftir leikinn. Ólafur var samt sem áður utan hóps í kvöld. Emil Pálsson var ekki í hóp vegna meiðsla og Gunnar Már Guðmundsson og Þórir Guðjónsson fóru báðir útaf í hálfleik vegna meiðsla. „Við vorum búnir að skipuleggja það að taka Þórir útaf í hálfleik, það er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Stjörnunni um helgina og við viljum halda honum heilum. Emil er búinn að vera tæpur og við ákváðum að hvíla hann, sem og mig.“ Fjölnir hefur í gegnum tíðina verið nokkuð bikarlið og ekki er langt síðan að liðið komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. „Við ætlum okkur langt í þessari keppni. Fjölnir hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn og þá myndaðist gríðarleg stemning og við viljum finna það aftur.“ Gunnlaugur: Það er komið örlítið stress í hópinnGunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Ég er gríðarlega óhress með mannskapinn og mitt lið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir ósigurinn í kvöld. „Við erum bara ekki klárir þegar leikurinn hefst og við þurftum að lenda 2-0 undir til þess að vakna og það er bara óásættanlegt. Sérstaklega eftir tap á móti þessu sama liði á sunnudaginn, það er ekki lengra síðan.“ Gunnlaugur vildi ekki ræða gang leiksins við sína leikmenn inn í klefa og mun bíða með það til morguns. „Maður getur bara sagt eitthvað sem maður sér eftir, svona stuttu eftir leik. Það er ljóst að liðið hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og það er ekki ásættanlegt.“ Skagamenn mæta Fylki í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en er komið stress í hópinn? „Já, það örlar á örlitlu stressi í hópnum, það er ekki hægt að neita því. Við erum ekki jafn öryggir og í fyrstu leikjunum. Þetta eru fjórir tapleikir í röð, það er brekka sem við erum í og getum ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Við þurfum að finna einhver ráð til að koma mönnum upp á tærnar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti