Lars: Gott að Gylfi fékk smá frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2015 14:07 Gylfi Þór Sigurðsson kemur úthvíldur í leikinn. vísir/stefán "Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
"Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira