Helena: Þurftum að koma okkur út úr þessu bulli Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar 2. júní 2015 21:56 Vísir/Daníel "Þetta var bara stress og spenna í byrjun," sagði stigahæsti leikmaður íslenska liðsins, Helena Sverrisdóttir, við Vísi um skelfilega byrjun Íslands gegn Möltu á Smáþjóðaleikunum í kvöld. Ísland lenti 10-0 undir og var 32-22 undir í öðrum leikhluta áður en liðið hrökk í gang. Ísland vann á endanum tíu stiga sigur, 83-73. "Við þurftum bara að koma þessu bulli út í byrjun og svo róaðist þetta og við fórum að spila vörn. Við spiluðum náttúrlega enga vörn í byrjun." Íslenska liðið tók einn æfingaleik fyrir mótið en þær eru búnar að æfa í nokkrar vikur saman og því var spenna að komast út á gólf. "Við erum búnar að bíða eftir þessu í svolítinn tíma. Við erum búnar að vera að æfa saman í þrjár vikur og taka einn æfingaleik," sagði Helena. "Við erum bara búnar að vera að æfa á móti hverri annarri en nú fengum við fyrsta leik og erum komnar af stað. Það er líka spenna að vera að spila hér heima á Íslandi. Það er alltaf sérstakt. Það tók bara smá tíma að koma okkur í gang." Leikur íslenska liðsins batnaði til muna snemma í öðrum leikhluta, en liðið smellti í lás í vörninni, tók á 13-3 sprett og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. "Okkar leikur er þannig að við þurfum að fá stopp og opna völlinn. Þá gengur þetta hjá okkur," sagði Helena. "Í byrjun var leikurinn ekki eins og við viljum hafa hann. Það var dauður bolti í hvert einasta skipti. Við viljum hafa svolítið opinn völl - þannig blómstrum við." "Við erum stemningslið og því þurfum við að passa að vera ekki svona mikið upp og niður. Mér fannst við spila bara mjög vel í dag, en við verðum að spila til að verða betri." Aðspurð hvort íslenska liðið ætli ekki að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vinna gullið sagði Helena að lokum: "Við ætlum að vinna þetta. Það er stefnan." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
"Þetta var bara stress og spenna í byrjun," sagði stigahæsti leikmaður íslenska liðsins, Helena Sverrisdóttir, við Vísi um skelfilega byrjun Íslands gegn Möltu á Smáþjóðaleikunum í kvöld. Ísland lenti 10-0 undir og var 32-22 undir í öðrum leikhluta áður en liðið hrökk í gang. Ísland vann á endanum tíu stiga sigur, 83-73. "Við þurftum bara að koma þessu bulli út í byrjun og svo róaðist þetta og við fórum að spila vörn. Við spiluðum náttúrlega enga vörn í byrjun." Íslenska liðið tók einn æfingaleik fyrir mótið en þær eru búnar að æfa í nokkrar vikur saman og því var spenna að komast út á gólf. "Við erum búnar að bíða eftir þessu í svolítinn tíma. Við erum búnar að vera að æfa saman í þrjár vikur og taka einn æfingaleik," sagði Helena. "Við erum bara búnar að vera að æfa á móti hverri annarri en nú fengum við fyrsta leik og erum komnar af stað. Það er líka spenna að vera að spila hér heima á Íslandi. Það er alltaf sérstakt. Það tók bara smá tíma að koma okkur í gang." Leikur íslenska liðsins batnaði til muna snemma í öðrum leikhluta, en liðið smellti í lás í vörninni, tók á 13-3 sprett og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. "Okkar leikur er þannig að við þurfum að fá stopp og opna völlinn. Þá gengur þetta hjá okkur," sagði Helena. "Í byrjun var leikurinn ekki eins og við viljum hafa hann. Það var dauður bolti í hvert einasta skipti. Við viljum hafa svolítið opinn völl - þannig blómstrum við." "Við erum stemningslið og því þurfum við að passa að vera ekki svona mikið upp og niður. Mér fannst við spila bara mjög vel í dag, en við verðum að spila til að verða betri." Aðspurð hvort íslenska liðið ætli ekki að hefna fyrir ófarirnar í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vinna gullið sagði Helena að lokum: "Við ætlum að vinna þetta. Það er stefnan."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira